Franskur stórbanki varar við öðru efnahagshruni 19. nóvember 2009 14:04 Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Franski stórbankinn Société Générale varar nú viðskiptavini sína við öðru efnahagshruni á næstu tveimur árum. Bankinn hefur þegar breytt fjárfestingastefnu sinni til að verja fjármuni viðskiptavina sinna.Í umfjöllun um málið í blaðinu Telegraph segir að í nýrri skýrslu frá Société Générale sem ber nafnið „Worst-case Debt Scenario" segir að m.a. rökin fyrir öðrum efnahagshruni séu að dollarinn haldi áfram að veikjast, hlutabréfamarkaðirnir falli aftur niður á sama stig og gerðist í mars s.l. og olíuverðið fari aftur niður í 50 dollara á tunnuna.Undirstaðan fyrir þessum rökum eru hin gífurlega skuldabyrði auðugustu ríkja heimsins, byrði sem er langt umfram landsframleiðslu þessara ríkja. Sem dæmi má nefna að á næstu tveimur árum muni skuldir Bandaríkjanna og ríkjanna á evrusvæðinu hafa vaxið í samanlagt í 105% af landsframleiðslu þeirra. Í Japan verður skuldabyrðin orðin 270% af landsframleiðslu á sama tíma.„Þessar miklu opinberu skuldir líta út fyrir að verða algerlega ósjálfbærar til lengri tíma litið," segir bankinn í skýrslu sinni og líkir ástandinu við „hinn tapaða áratug" í Japan við lok síðustu aldar. Það vandamál leysti Japan m.a. með því að fella gengi jensins. Gengisfall gjaldmiðla er þó nokkuð sem helmingur ríkja heimsins getur ekki gripið til á sama tíma.Société Générale segir að fari svo þrátt fyrir allt að gengisfellingarleiðin verði valin mun aðeins ein fjárfesting skila arði, og það er fjárfesting í gulli. Gullið mun þá halda áfram að hækka og hækka sem einasta örugga vörnin gegn verðbólgu.„Enn getur enginn sagt með fullri vissu að við munum í raun sleppa við alþjóðlegt efnahagshrun," segir í skýrslunni.Fyrir þá sem vilja forðast hrunið mælir Société Générale með því að menn losi sig við dollaraeignir sínar og sniðgangi kaup á sveiflukenndum hlutabréfum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira