AC Milan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Roma á heimavelli, 2-1.
Jeremy Menez kom reyndar gestunum yfir strax á 3. mínútu en þeir Ronaldinho og Pato skoruðu mörk AC Milan í upphafi síðari hálfleiks. Ronaldinho lagði þar að auki upp mark Pato.
Undir lok leiksins fékk svo Massimo Amrosini að líta sína aðra áminningu í leiknum og þar með rautt.
Inter kom sér á topp deildarinnar með 5-0 útisigri á Genoa í gær. Inter er með nítján stig en Sampdoria hefði einnig getað komist upp í nítján stig í dag en liðið gerði 1-1 jafntefli við Lazio á útivelli.
Juventus og Fiorentina koma næst í 3.-4. sæti með fimmtán stig en liðin skildu jöfn í gær, 1-1.
AC Milan er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig.
Úrslit helgarinnar:
Juventus - Fiorentina 1-1
Genoa - Inter 0-5
Napoli - Bologna 2-1
Chievo - Bari 1-2
Parma - Siena 1-0
Udinese - Atalanta 1-3
Catania - Cagliari 2-1
Livorno - Palermo 1-2
Lazio - Sampdoria 1-1
AC Milan - Roma 2-1
