Umbúðalaust um stráka Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 26. júní 2009 06:00 Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar