Inter jók forystu sína á toppi í tölsku úrvalsdeildarinnar í dag í átta stig eftir 1-0 sigur á Fiorentina.
Það var Diego Milito sem skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu úr vítaspyrnu.
Inter er nú með 35 stig eftir fjórtán leiki á toppnum, átta stigum á undan Juventus sem tapaði óvænt fyrir Cagliari í dag, 2-0.
AC Milan er svo í þriðja sætinu með 25 stig en liðið getur komist upp í annað sæti deildarinnar með sigri á Catania í kvöld.
Sampdoria er í fjórða sætinu með 24 stig en liðið tapaði í gær fyrir Genoa á útivelli, 3-0.
Úrslit dagsins:
Chievo - Palermo 1-0
Parma - Napoli 1-1
Lazio - Bologna 0-0
Atalanta - Roma 1-2
Bari - Siena 2-1
Cagliari - Juventus 2-0
Inter - Fiorentina 1-0
Inter vann Fiorentina
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
