Haukastúlkur Íslandsmeistarar 1. apríl 2009 18:46 Slavica Dimovska var frábær hjá Haukum í kvöld Mynd/Daníel Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hart var tekist á. Haukar vinna einvígið því 3-2 eftir hörkurimmu við bikarmeistarana úr vesturbænum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:58 - Leik lokið. Haukar eru Íslandsmeistarar. Slavica klárar dæmið á vítalínunni og tryggir Haukum 69-64 sigur og titilinn. 20:57 - KR braut strax á Slavicu og hún setti niður bæði vítin. Haukar yfir 68-64 þegar 18 sek eru eftir. 20:55 - Haukaliðið virðist vera farið á taugum. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax fáránlega af sér. KR minnkar muninn í tvö stig!!! 18 sek eftir. 20:54 - KR neitar að gefast upp. Hildur Sig með sirkuskörfu og minnkar muninn í 66-62 þegar 27 sek eru eftir. Haukar eiga boltann og KR þarf enn kraftaverk til að vinna. 20:51 - Riiiisa þristur hjá Slavicu. Haukar yfir 66-59 þegar 40 sek eru eftir og Monika á vítalínunni. Þetta er í húsi hjá Haukum. 20:49 - Haukar 63 - KR 55 og Haukar með boltann. 1:54 eftir. 20:48 - Leikhlé. Haukar leiða 61-55 þegar 2:21 eru eftir af leiknum. Vænleg staða hjá heimamönnum hér. 20:46 - Haukar yfir 61-55. Knight með stóran þrist fyrir Hauka. 20:41 - Fjórði þristurinn í röð vildi ekki niður hjá Margréti, en hún átti tilraunina inni. Slavica (21 stig) skoraði fyrir Hauka og staðan er nú 54-53 fyrir Hauka þegar 5:43 eru eftir af leiknum. Sóknarleikur fyrir allan peninginn í fjórða leikhlutanum. 20:39 - Ja hérna! Margrét Kara (16 stig) er heldur betur dottin í stuð og neglir þriðja þristinum í röð. Forusta Hauka er aðeins eitt stig. Þvílík rispa hjá stelpunni. 20:38 - Margrét setti tvo þrista fyrir KR en Kristrún svaraði með glæfrakörfu hinu megin. Haukar yfir 52-48. 20:33 - Þriðja leikhluta lokið. Haukar 48 - KR 41. Haukaliðið er í kjörstöðu þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum. Borgarskotið tekið undir dúndrandi harmonikkutónlist. Merkilegt nokk hittu menn ekki úr skotum sínum undir gargandi polkanum. 20:31 - Nú gengur ekkert upp hjá KR í sókninni gegn sterkri vörn Hauka. Slavica á vítalínuna hjá Haukum, skorar úr báðum vítum og munurinn orðinn níu stig, sá mesti í leiknum. Haukar 48 - KR 39. 20:29 - Haukaliðið kemst í 46-39. Mesti munurinn á liðunum í langan tíma. Eru heimamenn að ná yfirhöndinni? 20:25 - Kristrún Sigurjónsdóttir spilar eins og hetja hjá Haukum þrátt fyrir meiðsli. Skorar og tekur ruðning á hinum endanum. Haukar 42 KR 39. 20:22 - Varnarleikur Hauka sterkur núna. Ragna Brynjarsdóttir sendi skot frá KR-liðinu út á miðjan völl. Henna fimmta varða skot í kvöld. Slavica með þrist og Haukar yfir 40-37. 4 mín eftir af þriðja leikhluta. 20:19 - Leikhlé. Haukar 37 - KR 35. Þessi leikur er að verða eins og lokabardagi þeirra Rocky Balboa og Appollo Creed. Baráttan er hreint svakaleg og því skiljanlega lítið pláss fyrir sóknartilþrif. Hér er líka titill í húfi, ekki fegurðarverðlaun. 20:16 - Dómarar leiksins gefa Haukabekknum aðvörun. Monika með þrist og kemur Haukum í 35-33 þeagr 7 mín eru eftir af þriðja leikhluta. KR svarar reyndar strax og staðan jöfn enn á ný. Framlenging einhver? 20:13 - Skrefadómarnir eru orðnir ansi margir í öllum látunum hér á Ásvöllum og áhorfendur og leikmenn eru duglegir við að segja skoðanir sínar á dómgæslunni. Skrifum það á taugarnar. 20:10 - Síðari hálfleikur hefst. Atkvæðamestar hjá Haukum: Slavica Dimovska 10 stig, Kristrún Sig 7 stig, Monika Knight 5 stig, Ragna Brynjars 4 stig, 5 frák, 4 varin. Atkvæðamestar hjá KR: Hildur Sig 8 stig, 5 frák, 4 stoð, Sigrún Ámunda 7 stig 5 frák, Margrét Sturlu 5 stig, 3 frák. 19:56 - Hálfleikur. Haukar 30 - KR 30 Þetta verður ekki jafnara. Fyrri hálfleiknum lauk með hálfgerðum slagsmálum þar sem leikmenn beggja liða lágu flatir í gólfinu hér og þar um miðjan völlinn. Svona eiga hreinir úrslitaleikir að vera. Bæði lið hafa eflaust sýnt áferðarfallegri leik í vetur, en hér er enginn að hugsa um það. Hér er allt undir. 19:47 - Nú skiptast liðin á að hafa forystu og baráttan er rosaleg. KR yfir 25-26 þegar 3:26 eru til hálfleiks. 19:43 - Leikhlé. Haukar 22 - KR 20. Hildur Sigurðardóttir hélt KR inni í leiknum þegar Haukar náðu sínu mesta forskoti til þessa. 5:27 eftir af öðrum leikhluta. 19:40 - Kristrún með þrist hjá Haukum en Hildur Sig svarar með skoti úr teignum. Staðan 22-16 fyrir Hauka. 6:36 eftir af öðrum leikhluta. 19:38 - Slavica með þrist og kemur Haukum í 19-14. KR tekur leikhlé. 19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Haukar 14 - KR 12 Miklum baráttuleikhluta lokið og heimastúlkur yfir. Slavica Dimovska er með 7 stig hjá Haukum og Monika Knight 5, en Sigrún Ámundadóttir er með 7 stig og 4 fráköst hjá KR 19:27 - Staðan 9-10 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. Baráttan er gríðarleg og það kemur nokkuð niður á flæði leiksins. 19:23 - Nokkur taugatitringur í leikmönnum liðanna í byrjun, enda mikið í húfi. Haukar hafa yfir 5-4 um miðbik fyrsta leikhluta. 19:18 - Leikurinn er hafinn. Slavica Dimovska opnar leikinn á þriggja stiga körfu en KR svarar með tveggja stiga körfu. Mikið fjör í byrjun. 19:13 - Búið að kynna leikmenn beggja liða og stemmingin heldur betur að æsast. Ekki hægt að segja annað en að mæting áhorfenda sé mjög góð í ljósi tímasetningar leiksins, en eins og flestir vita eigast Íslendingar og Skotar við í knattspyrnuleik á sama tíma ytra. 19:08 - Nú er allt að verða klárt fyrir leikinn. Bikarinn kominn upp á borð og stór ávísun frá Iceland Express upp á 700 þúsund til handa sigurvegara leiksins. Fínn bónus í kreppunni. 18:53 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. Hér er allt að verða klárt fyrir nokkuð sem ætti að verða mikill átakaleikur. Tónlistin dunar, liðin eru að gíra sig upp niðri á vellinum og þegar er kominn slatti af áhorfendum í stúkuna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna eftir 69-64 sigur á KR í oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og hart var tekist á. Haukar vinna einvígið því 3-2 eftir hörkurimmu við bikarmeistarana úr vesturbænum. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á Vísi. 20:58 - Leik lokið. Haukar eru Íslandsmeistarar. Slavica klárar dæmið á vítalínunni og tryggir Haukum 69-64 sigur og titilinn. 20:57 - KR braut strax á Slavicu og hún setti niður bæði vítin. Haukar yfir 68-64 þegar 18 sek eru eftir. 20:55 - Haukaliðið virðist vera farið á taugum. Þær kasta frá sér boltanum og brjóta strax fáránlega af sér. KR minnkar muninn í tvö stig!!! 18 sek eftir. 20:54 - KR neitar að gefast upp. Hildur Sig með sirkuskörfu og minnkar muninn í 66-62 þegar 27 sek eru eftir. Haukar eiga boltann og KR þarf enn kraftaverk til að vinna. 20:51 - Riiiisa þristur hjá Slavicu. Haukar yfir 66-59 þegar 40 sek eru eftir og Monika á vítalínunni. Þetta er í húsi hjá Haukum. 20:49 - Haukar 63 - KR 55 og Haukar með boltann. 1:54 eftir. 20:48 - Leikhlé. Haukar leiða 61-55 þegar 2:21 eru eftir af leiknum. Vænleg staða hjá heimamönnum hér. 20:46 - Haukar yfir 61-55. Knight með stóran þrist fyrir Hauka. 20:41 - Fjórði þristurinn í röð vildi ekki niður hjá Margréti, en hún átti tilraunina inni. Slavica (21 stig) skoraði fyrir Hauka og staðan er nú 54-53 fyrir Hauka þegar 5:43 eru eftir af leiknum. Sóknarleikur fyrir allan peninginn í fjórða leikhlutanum. 20:39 - Ja hérna! Margrét Kara (16 stig) er heldur betur dottin í stuð og neglir þriðja þristinum í röð. Forusta Hauka er aðeins eitt stig. Þvílík rispa hjá stelpunni. 20:38 - Margrét setti tvo þrista fyrir KR en Kristrún svaraði með glæfrakörfu hinu megin. Haukar yfir 52-48. 20:33 - Þriðja leikhluta lokið. Haukar 48 - KR 41. Haukaliðið er í kjörstöðu þegar tíu mínútur eru eftir af leiknum. Borgarskotið tekið undir dúndrandi harmonikkutónlist. Merkilegt nokk hittu menn ekki úr skotum sínum undir gargandi polkanum. 20:31 - Nú gengur ekkert upp hjá KR í sókninni gegn sterkri vörn Hauka. Slavica á vítalínuna hjá Haukum, skorar úr báðum vítum og munurinn orðinn níu stig, sá mesti í leiknum. Haukar 48 - KR 39. 20:29 - Haukaliðið kemst í 46-39. Mesti munurinn á liðunum í langan tíma. Eru heimamenn að ná yfirhöndinni? 20:25 - Kristrún Sigurjónsdóttir spilar eins og hetja hjá Haukum þrátt fyrir meiðsli. Skorar og tekur ruðning á hinum endanum. Haukar 42 KR 39. 20:22 - Varnarleikur Hauka sterkur núna. Ragna Brynjarsdóttir sendi skot frá KR-liðinu út á miðjan völl. Henna fimmta varða skot í kvöld. Slavica með þrist og Haukar yfir 40-37. 4 mín eftir af þriðja leikhluta. 20:19 - Leikhlé. Haukar 37 - KR 35. Þessi leikur er að verða eins og lokabardagi þeirra Rocky Balboa og Appollo Creed. Baráttan er hreint svakaleg og því skiljanlega lítið pláss fyrir sóknartilþrif. Hér er líka titill í húfi, ekki fegurðarverðlaun. 20:16 - Dómarar leiksins gefa Haukabekknum aðvörun. Monika með þrist og kemur Haukum í 35-33 þeagr 7 mín eru eftir af þriðja leikhluta. KR svarar reyndar strax og staðan jöfn enn á ný. Framlenging einhver? 20:13 - Skrefadómarnir eru orðnir ansi margir í öllum látunum hér á Ásvöllum og áhorfendur og leikmenn eru duglegir við að segja skoðanir sínar á dómgæslunni. Skrifum það á taugarnar. 20:10 - Síðari hálfleikur hefst. Atkvæðamestar hjá Haukum: Slavica Dimovska 10 stig, Kristrún Sig 7 stig, Monika Knight 5 stig, Ragna Brynjars 4 stig, 5 frák, 4 varin. Atkvæðamestar hjá KR: Hildur Sig 8 stig, 5 frák, 4 stoð, Sigrún Ámunda 7 stig 5 frák, Margrét Sturlu 5 stig, 3 frák. 19:56 - Hálfleikur. Haukar 30 - KR 30 Þetta verður ekki jafnara. Fyrri hálfleiknum lauk með hálfgerðum slagsmálum þar sem leikmenn beggja liða lágu flatir í gólfinu hér og þar um miðjan völlinn. Svona eiga hreinir úrslitaleikir að vera. Bæði lið hafa eflaust sýnt áferðarfallegri leik í vetur, en hér er enginn að hugsa um það. Hér er allt undir. 19:47 - Nú skiptast liðin á að hafa forystu og baráttan er rosaleg. KR yfir 25-26 þegar 3:26 eru til hálfleiks. 19:43 - Leikhlé. Haukar 22 - KR 20. Hildur Sigurðardóttir hélt KR inni í leiknum þegar Haukar náðu sínu mesta forskoti til þessa. 5:27 eftir af öðrum leikhluta. 19:40 - Kristrún með þrist hjá Haukum en Hildur Sig svarar með skoti úr teignum. Staðan 22-16 fyrir Hauka. 6:36 eftir af öðrum leikhluta. 19:38 - Slavica með þrist og kemur Haukum í 19-14. KR tekur leikhlé. 19:32 - Fyrsta leikhluta lokið. Haukar 14 - KR 12 Miklum baráttuleikhluta lokið og heimastúlkur yfir. Slavica Dimovska er með 7 stig hjá Haukum og Monika Knight 5, en Sigrún Ámundadóttir er með 7 stig og 4 fráköst hjá KR 19:27 - Staðan 9-10 þegar 2:30 eru eftir af fyrsta leikhluta. Baráttan er gríðarleg og það kemur nokkuð niður á flæði leiksins. 19:23 - Nokkur taugatitringur í leikmönnum liðanna í byrjun, enda mikið í húfi. Haukar hafa yfir 5-4 um miðbik fyrsta leikhluta. 19:18 - Leikurinn er hafinn. Slavica Dimovska opnar leikinn á þriggja stiga körfu en KR svarar með tveggja stiga körfu. Mikið fjör í byrjun. 19:13 - Búið að kynna leikmenn beggja liða og stemmingin heldur betur að æsast. Ekki hægt að segja annað en að mæting áhorfenda sé mjög góð í ljósi tímasetningar leiksins, en eins og flestir vita eigast Íslendingar og Skotar við í knattspyrnuleik á sama tíma ytra. 19:08 - Nú er allt að verða klárt fyrir leikinn. Bikarinn kominn upp á borð og stór ávísun frá Iceland Express upp á 700 þúsund til handa sigurvegara leiksins. Fínn bónus í kreppunni. 18:53 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum. Hér er allt að verða klárt fyrir nokkuð sem ætti að verða mikill átakaleikur. Tónlistin dunar, liðin eru að gíra sig upp niðri á vellinum og þegar er kominn slatti af áhorfendum í stúkuna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira