Ítalski framherjinn Luca Toni mun væntanlega yfirgefa herbúðir FC Bayern í janúar og líklegur áfangastaður er talinn vera Ítalía.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Jose Mourinho vilji fá Toni til Inter. Liðið missir Samuel Eto´o á Afríkumótið og þarf því enn frekar á liðsstyrk að halda.
Inter hefur einnig verið sterklega orðað við Goran Pandev, framherja Lazio.
Toni er búinn að mála sig út í horn hjá Bayern og félagið vill ekkert með hann gera lengur.