Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. janúar 2009 00:01 Litlir sveinar leika sér á markaðnum. Jólasveinarnir, Grýla og fylgdarlið skreyttu Kauphöllina yfir jólin. Skrautið var tekið niður í gær. Mynd/Stefán „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
„Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira