Hressandi haustið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 31. ágúst 2009 06:00 Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið. Þetta sumar var auðvitað allt of stutt eins og öll sumur á undan því. Það er varla að sólpallurinn, sem laminn var saman í garðinum í júní, hafi verið notaður nóg. Beðin hefði þurft að hreinsa oftar og gott ef ekki átti að planta einhverjum runnum þetta sumarið. Ekki er enn búið að saga niður dauðu greinarnar af trjánum né smíða utan um ruslatunnurnar. Það verður að bíða næsta sumars. Þó er eins og mig minni að síðasta sumar hafi einmitt það verk líka verið látið bíða. Getur verið að sumrin séu að styttast? Mig minnir að það hafi yfirleitt verið farið að snjóa þegar fyrsti skóladagurinn rann upp þegar ég gekk í barnaskóla. Honum fylgdu frostbitnar kinnar, ný úlpa og prjónavettlingar en nú eru nýju skólafötin stuttermabolur og strigaskór. Skólinn hófst reyndar seinna í sveitinni en í bænum í þá daga. Fyrst þurfti að smala fé af fjalli og rétta og í það þurfti alla sem vettlingi gátu valdið. Skólinn gat beðið. Mér leiddist aldrei þó að sumarið tæki enda. Haustinu fylgdi alltaf einhver hressleiki og nýr kafli tók við. Ilmurinn af glænýrri skrifblokk og nýydduðum blýanti var kærkomin tilbreyting eftir svitalykt sumarsins. Fyrsti skóladagurinn var líka alltaf svo skemmtilegur því hann var eiginlega bara frímínútur. Kennararnir spurðu eftir sumrinu, hvað við hefðum verið að bralla, útdeildu bókum og slepptu okkur svo lausum í leik. Það var í þá daga. Ég ætla heldur ekkert að láta mér leiðast nú, þegar þetta sumar er búið, jafnvel þó að veturinn fram undan líti út fyrir að geta orðið lengri en aðrir vetur. Ég þefa bara upp í goluna. Í hressandi haustsvalanum hljóta að leynast fyrirheit um nýjan kafla eftir allt sem á undan er gengið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun
Það er farið að hausta. Þó að laufin séu ekki farin að falla ennþá ber golan með sér að stutt sé í næturfrostið. Loftið er svalt og hressandi og það ilmar allt öðruvísi en í sumar. Ef ná á að tína bláberin áður en þau skemmast þarf að hafa hraðar hendur. Skólarnir eru líka að byrja. Skólatöskur og pennaveski eru auglýst í gríð og erg í sjónvarpi og blöðum og lítið fólk með stórar töskur á bakinu er á ferðinni um allan bæ í flokkum. Fyrsti skóladagurinn er jafnan öruggt merki þess að sumarið sé liðið. Þetta sumar var auðvitað allt of stutt eins og öll sumur á undan því. Það er varla að sólpallurinn, sem laminn var saman í garðinum í júní, hafi verið notaður nóg. Beðin hefði þurft að hreinsa oftar og gott ef ekki átti að planta einhverjum runnum þetta sumarið. Ekki er enn búið að saga niður dauðu greinarnar af trjánum né smíða utan um ruslatunnurnar. Það verður að bíða næsta sumars. Þó er eins og mig minni að síðasta sumar hafi einmitt það verk líka verið látið bíða. Getur verið að sumrin séu að styttast? Mig minnir að það hafi yfirleitt verið farið að snjóa þegar fyrsti skóladagurinn rann upp þegar ég gekk í barnaskóla. Honum fylgdu frostbitnar kinnar, ný úlpa og prjónavettlingar en nú eru nýju skólafötin stuttermabolur og strigaskór. Skólinn hófst reyndar seinna í sveitinni en í bænum í þá daga. Fyrst þurfti að smala fé af fjalli og rétta og í það þurfti alla sem vettlingi gátu valdið. Skólinn gat beðið. Mér leiddist aldrei þó að sumarið tæki enda. Haustinu fylgdi alltaf einhver hressleiki og nýr kafli tók við. Ilmurinn af glænýrri skrifblokk og nýydduðum blýanti var kærkomin tilbreyting eftir svitalykt sumarsins. Fyrsti skóladagurinn var líka alltaf svo skemmtilegur því hann var eiginlega bara frímínútur. Kennararnir spurðu eftir sumrinu, hvað við hefðum verið að bralla, útdeildu bókum og slepptu okkur svo lausum í leik. Það var í þá daga. Ég ætla heldur ekkert að láta mér leiðast nú, þegar þetta sumar er búið, jafnvel þó að veturinn fram undan líti út fyrir að geta orðið lengri en aðrir vetur. Ég þefa bara upp í goluna. Í hressandi haustsvalanum hljóta að leynast fyrirheit um nýjan kafla eftir allt sem á undan er gengið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun