Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni 28. apríl 2009 15:18 Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Í nýlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að fjármálakreppan skilji nú eftir haug af löskuðum eða illa förnum snekkjum og skútum í kjölfari sínu. Auðkennisnúmer séu skafin af, nöfnin á skrokkunum fölsuð og síðan er botnlokinn opnaður. Afleiðingar þessa eru oft að innsiglingar í hafnir stíflast og strandlengjur eru mengaðar af skipsskrokkum sem hið opinbera neyðist síðan til að hreinsa upp. Fleiri ríki í Bandaríkjunum vinna nú að nýrri löggjöf sem gerir þeim kleyft að sækja eigendur viðkomandi skipa til saka fyrir þetta athæfi. „Hafið undan ströndum okkar er að breytast í ruslahaug," segir Paul Oullette hjá Fish and Wildlife stofnuninni í Flórída. Paul telur jafnframt að vandamálið fari vaxandi. Hann bendir á að við upphaf síðasta árs mátti telja yfirgefnar skútur/snekkjur á fingrum annarrar handar. Síðasta haust var fjöldinn kominn í 118 slík skip. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Í nýlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að fjármálakreppan skilji nú eftir haug af löskuðum eða illa förnum snekkjum og skútum í kjölfari sínu. Auðkennisnúmer séu skafin af, nöfnin á skrokkunum fölsuð og síðan er botnlokinn opnaður. Afleiðingar þessa eru oft að innsiglingar í hafnir stíflast og strandlengjur eru mengaðar af skipsskrokkum sem hið opinbera neyðist síðan til að hreinsa upp. Fleiri ríki í Bandaríkjunum vinna nú að nýrri löggjöf sem gerir þeim kleyft að sækja eigendur viðkomandi skipa til saka fyrir þetta athæfi. „Hafið undan ströndum okkar er að breytast í ruslahaug," segir Paul Oullette hjá Fish and Wildlife stofnuninni í Flórída. Paul telur jafnframt að vandamálið fari vaxandi. Hann bendir á að við upphaf síðasta árs mátti telja yfirgefnar skútur/snekkjur á fingrum annarrar handar. Síðasta haust var fjöldinn kominn í 118 slík skip.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira