BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid BL 1. september 2025 13:42 Lækkunin nemur um 700-900 þúsund krónum eftir gerðum Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur veitt BL, umboðsaðila BMW á Íslandi, stuðning til að lækka verð á nýjustu kynslóð BMW X3, vinsælasta sportjeppa BMW frá upphafi. Lækkunin nemur um 700-900 þúsund krónum eftir gerðum og hefur hún þegar tekið gildi. Þannig lækkar annars vegar BMW X3 30e úr 12.690.000 króna í 11.990.000 kr. eða um 700 þúsund, og hins vegar BMW M sport, sem lækkar um 900 þúsund krónur; frá 13.890.000 króna í 12.990.000 króna. Alveg ný útlitshönnun Meðal helstu annarra breytinga má nefna að bensínvélin hefur verið uppfærð og ásamt rafmótornum er nýr X3 tæplega 300 hestöfl og 6,2 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Þá er ytra útlit bílsins talsvert breytt, þar sem endurhannað nýrnagrillið með innbyggðum útlínuljósum og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum, fanga athyglina. Að auki hafa hliðar breyst með nýrri ásýnd, m.a. breyttum húnum auk þess sem rafdrifni afturhlerinn og afturljós hafa fengið nýja hönnun svo nokkuð sé nefnt. Endurhannað innra rými Kominn er sveigður háskerpuskjár fyrir mælaborð. Farþegarýmið í nýjum X3 hefur einnig tekið stakkaskiptum hvert sem litið er. Sætin eru ný og framleidd úr vönduðum endurnýtanlegum efnum, stjórn gírskiptingar og annarra aðgerða á láréttum miðjustokkinum hafa fengið nýja hönnun og kominn sveigður háskerpuskjár fyrir mælaborð, afþreyingu og stjórn margvíslegra annarra aðgerða er varða bílinn. Einnig hefur fótarými og geymslurými verið aukið í bílnum ásamt valmöguleikum fyrir mismunandi lýsingu í farþegarýminu. Snjöll tækni léttir lífið Snjalltæknin hefur sömuleiðis verið aukin verulega í nýjum X3. Þannig skilur nú stjórntölvan mun fleiri raddskipanir en áður, afþreyingarmöguleikar hafa verið auknir með meira innbyggðu gagnamagni sem veitir aðgang að úrvali appa fyrir streymisveitur, m.a. með bíómyndum. Með BMW símaappinu, sem er beintengt við bílinn, má einnig athuga ástand bílsins, svo sem vélarolíunnar og fleiri þætti, panta þjónustuskoðun, láta bílinn flauta á þig, t.d. ef þú finnur hann ekki á bílaplaninu við flugstöðina í Keflavík, svo nokkuð sé nefnt. Sá mest seldi frá upphafi Frá því að BMW X3 kom fyrst á markað síðla árs 2003 hefur hann verið framleiddur í vel yfir þremur milljónum eintaka og hefur hann frá upphafi verið vinsælasti lúxussportjeppinn frá BMW. Nýjasta kynslóðin, sem kom á markað snemma á þessu ári, hefur aldrei verið glæsilegri eða tæknivæddari en einmitt nú. Er óhætt að segja að sjaldan hafi orðatiltækið að „lengi geti gott batnað“ átt betur við vegna glæsileika, þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Fyrr í þessum mánuði fjallaði blaðamaður Vísis um hinn nýja X3 og samantekið var niðurstaða hans eftir reynsluakstur í tvo daga þessi: „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” eins og hægt er að kynna sér nánar hér. Eins fjallaði Einar Becker um BMW X3 30e M-Sport í bílaþættinum Tork gaur, sem sjá má hér. Áhugasamir velkomnir að koma og prófa Ómar Magnússon, sölumaður hjá BMW á Íslandi, segir mjög ánægjulegt að geta nú boðið þennan vinsælasta sportjeppa BW frá upphafi á enn hagstæðara verði en hingað til. „Lækkunin er tilkomin vegna mjög trausts og rógróins samstarfs okkar og BMW, en ekki síður vegna mikilla vinsælda bílsins á heimsvísu“ segir Ómar. Hann hvetur allt áhugafólk um BMW til að koma og kynna sér nýjan BMW X3 í sýningarsalnum við Sævarhöfða og upplifa það af eigin raun hvers vegna hann er vinsælasti sportjeppi BMW frá upphafi. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Lækkunin nemur um 700-900 þúsund krónum eftir gerðum og hefur hún þegar tekið gildi. Þannig lækkar annars vegar BMW X3 30e úr 12.690.000 króna í 11.990.000 kr. eða um 700 þúsund, og hins vegar BMW M sport, sem lækkar um 900 þúsund krónur; frá 13.890.000 króna í 12.990.000 króna. Alveg ný útlitshönnun Meðal helstu annarra breytinga má nefna að bensínvélin hefur verið uppfærð og ásamt rafmótornum er nýr X3 tæplega 300 hestöfl og 6,2 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Þá er ytra útlit bílsins talsvert breytt, þar sem endurhannað nýrnagrillið með innbyggðum útlínuljósum og tvöföldum ljósmerkingum á framljósum, fanga athyglina. Að auki hafa hliðar breyst með nýrri ásýnd, m.a. breyttum húnum auk þess sem rafdrifni afturhlerinn og afturljós hafa fengið nýja hönnun svo nokkuð sé nefnt. Endurhannað innra rými Kominn er sveigður háskerpuskjár fyrir mælaborð. Farþegarýmið í nýjum X3 hefur einnig tekið stakkaskiptum hvert sem litið er. Sætin eru ný og framleidd úr vönduðum endurnýtanlegum efnum, stjórn gírskiptingar og annarra aðgerða á láréttum miðjustokkinum hafa fengið nýja hönnun og kominn sveigður háskerpuskjár fyrir mælaborð, afþreyingu og stjórn margvíslegra annarra aðgerða er varða bílinn. Einnig hefur fótarými og geymslurými verið aukið í bílnum ásamt valmöguleikum fyrir mismunandi lýsingu í farþegarýminu. Snjöll tækni léttir lífið Snjalltæknin hefur sömuleiðis verið aukin verulega í nýjum X3. Þannig skilur nú stjórntölvan mun fleiri raddskipanir en áður, afþreyingarmöguleikar hafa verið auknir með meira innbyggðu gagnamagni sem veitir aðgang að úrvali appa fyrir streymisveitur, m.a. með bíómyndum. Með BMW símaappinu, sem er beintengt við bílinn, má einnig athuga ástand bílsins, svo sem vélarolíunnar og fleiri þætti, panta þjónustuskoðun, láta bílinn flauta á þig, t.d. ef þú finnur hann ekki á bílaplaninu við flugstöðina í Keflavík, svo nokkuð sé nefnt. Sá mest seldi frá upphafi Frá því að BMW X3 kom fyrst á markað síðla árs 2003 hefur hann verið framleiddur í vel yfir þremur milljónum eintaka og hefur hann frá upphafi verið vinsælasti lúxussportjeppinn frá BMW. Nýjasta kynslóðin, sem kom á markað snemma á þessu ári, hefur aldrei verið glæsilegri eða tæknivæddari en einmitt nú. Er óhætt að segja að sjaldan hafi orðatiltækið að „lengi geti gott batnað“ átt betur við vegna glæsileika, þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Fyrr í þessum mánuði fjallaði blaðamaður Vísis um hinn nýja X3 og samantekið var niðurstaða hans eftir reynsluakstur í tvo daga þessi: „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” eins og hægt er að kynna sér nánar hér. Eins fjallaði Einar Becker um BMW X3 30e M-Sport í bílaþættinum Tork gaur, sem sjá má hér. Áhugasamir velkomnir að koma og prófa Ómar Magnússon, sölumaður hjá BMW á Íslandi, segir mjög ánægjulegt að geta nú boðið þennan vinsælasta sportjeppa BW frá upphafi á enn hagstæðara verði en hingað til. „Lækkunin er tilkomin vegna mjög trausts og rógróins samstarfs okkar og BMW, en ekki síður vegna mikilla vinsælda bílsins á heimsvísu“ segir Ómar. Hann hvetur allt áhugafólk um BMW til að koma og kynna sér nýjan BMW X3 í sýningarsalnum við Sævarhöfða og upplifa það af eigin raun hvers vegna hann er vinsælasti sportjeppi BMW frá upphafi.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira