Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. maí 2009 16:14 Arnar á hliðarlínunni í dag. Guðjón Heiðar liggur meiddur á vellinum. Vísir.is/Hjalti Þór Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Þórsarar gáfu tóninn strax á annarri mínútu þegar hripleg Skagavörnin hleypti Einari Sigþórssyni í gegn en skot hans fór í slána. Skagamenn fengu fínt fyrir eftir korter til að komast yfir en Andri Júlíusson, fyrrum leikmaður KA, lét Atla Má Rúnarsson verja frá sér úr dauðafæri. Fyrsta markið kom eftir rúman hálftíma. Einar þrumaði boltanum þá upp í þaknetið af stuttu færi eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu fleiri færi í fyrri hálfleik til að skora en Þórsarar leiddu 1-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks mættu Skagamenn ákveðnir til leiks. Andri skaut yfir úr öðru dauðafæri, einn gegn markmanni og var það vendipunktur leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson setti boltann í netið eftir frábæran sprett Óttós Hólms Reynissonar. 2-0 fyrir Þór. Strax eftir markið komst Ottó Hólm einn í gegn en hann skaut framhjá þegar hann gat gert út um leikinn. Skagamenn voru meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Sveinn Elías Jónsson skoraði svo þriðja markið með skalla af nærstönginni eftir horn og fullkomnaði þannig niðurlægingu Skagamanna. ÍA lék ekki vel í dag. Þeir voru étnir á miðjunni en kantmenn þeirra hjálpuðu þeim Bjarka Gunnlaugssyni og Helga Pétri Magnússyni lítið á miðjunni. Andri var einangraðir í sókninni en hefði átt að skora. Vörnin var slök, Árni Thor virkaði þungur og óöryggi leyndi sér ekki í öftustu línunni. Skagamenn þurfa að girða sig í brók enda með afar öflugt lið í 1. deildinni. Þórarar voru án nokkurra lykilmanna, Aleksander Linta og þjálfarinn Lárus Orri Sigurðsson voru til að mynda báðir fjarri góðu gamni. Þeir eru með marga lipra stráka, Einar og Ottó þar á meðal og Hreinn Hringsson var virkilega öflugur. Tilkoma Óðins Árnasonar í vörnina er svo hvalreki fyrir liðið. Hann batt vörnina afar vel saman. Önnur úrslit úr 1. deild karla í dag eru þau að Ólafsvíkingar unnu Reykvíkinga í uppgjöri Víkingsliðanna tveggja, 1-2 á útivelli. Afturelding gerði góða ferð austur í Fjarðabyggð þar sem það vann heimamenn 0-1.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira