Framsækna skattkerfið 12. nóvember 2009 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun