Framsækna skattkerfið 12. nóvember 2009 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar