Jose Mourinho, þjálfari Inter, gaf ekki kost á neinum viðtölum eftir 1-2 tap Inter Milan á móti Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Samkvæmt heimildum SkySport þá strunsaði Mourinho burtu skömmu eftir leik, fór framhjá blaðamönnunum og beint upp í liðsrútuna.
Jose Mourinho var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik eftir að hafa verið mjög óánægður með frammistöðu dómarans en hann var ekki sáttur við aukaspyrnudóm sem gaf fyrsta mark Juventus.
Nágrannarnir í AC Milan nýttu sér aðstoð Juventus og minnkuðu forskot Inter í fjögur stig á toppnum en Juventus kemur síðan stigi á eftir.
Mourinho strunsaði í burtu eftir tap Inter á móti Juventus
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

