Körfubolti

Páll: Bara spurning um hversu stór sigurinn yrði

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Stefán

„Við settum okkur það markmið að vera búnir að klára þetta í tveimur leikjum," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, eftir að hans menn tryggðu sér inn í undanúrslitin með öruggum sigri á ÍR í Seljaskóla.

„Þetta var sætur sigur. Við byrjuðum ekki vel en eftir það var þetta engin spurning. Við stjórnuðum hraðanum allan tímann og mér fannst þetta bara vera spurning um hversu stór sigurinn yrði," sagði Páll.

Robert Jarvis hélt uppi leik ÍR. „Hann er frábær leikmaður og við áttum í erfiðleikum með hann. Hann hélt þeim inni í leiknum," sagði Páll. En hvað var hann ánægðastur með í leik síns liðs?

„Varnarleikurinn var mjög góður í seinni hálfleik, við lokuðum vel á þá. Við fráköstuðum ágætlega allan tímann. Það komu mistök inn á milli en mér fannst yfir höfuð liðið standa saman, allir sem einn."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×