Sigursteinn Gíslason: Besti kækur sem þú færð er að vinna Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:36 Fréttablaðið/Arnþór Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, var ánægður með sigurinn gegn Fjarðabyggð í dag. Eðlilega, hann setti Leikni aftur á topp deildarinnar þar sem það situr eitt og yfirgefið, í það minnsta þar til á morgun. "Við töluðum um að við þyrftum að sína mikla þolinmæði gegn þessu liði. Þetta er eina liðið sem við töpuðum báðum leikjunum okkar í fyrra fyrir. Við vitum þeirra styrkleika og vorum búnir að kortleggja þá vel. Þeir sköpuðu okkur þó smávægileg vandamál enda mikið baráttulið," sagði Sigursteinn. "Þeir liggja niðri og fiska mikið af aukaspyrnum og koma hratt upp. Það er skotið út um allan völl en mér fannst þetta ganga vel upp í dag. Þó að við höfum ekki spilað vel eru það stigin sem skipta máli. Ég er mjög sáttur með það," sagði þjálfarinn. Leiknir var mikið með boltann í fyrri hálfleik án þess að skapa sér mörg færi. "Það er einmitt hættan við liðið að austan að þeir leyfðu okkur að hafa boltann en refsa svo. Við sköpuðum ekkert í fyrri hálfleik en fannst reyndar mark sem við skoruðum þegar dæmd var rangstaða ekki réttur dómur," sagði Sigursteinn. "En leikurinn opnaðist í seinni hálfleik og þá áttum við að skora miklu meira. Við gátum valið úr færum til að nýta. Sérstaklega eftir að við skoruðum, þá fengum við algjör dauðafæri. Við nýttum miðjusvæðið vel en þegar þeir fóru að sækja meira opnaðist allt og það er svekkjandi að vinna bara 1-0," sagði þjálfarinn. Leiknir er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur á þó leik til góða. Sigursteinn segir að næstu þrír leikir Leiknis, sem eru útileikir gegn Fjölni, Njarðvík og Þór muni segja mikið um liðið. "Við njótum þess að sigra hvern einasta leik og eins og einhver sagði inni í klefa áðan þá er þetta skemmtilegur kækur. Ég er að reyna að troða því inn í hausinn á strákunum að þetta er besti kækurinn til að fá. En mótið er ekki hálfnað og næstu þrír leikir eru virkilega mikilvægir. Eftir þá getum við sett okkur ný markmið," sagði Sigursteinn sem er að gera góða hluti í Breiðholtinu hinu efra.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. 10. júlí 2010 16:18