Avigdor Lieberman, varaforsætisráðherra og utan-ríkisráðherra Ísraels, segir áratugi geta liðið áður en friðarsamningar takast við Palestínumenn.
Áður en endanleg lausn finnist þurfi að gera bráðabirgðasamkomulag, sem fæli í sér skipti á landsvæðum milli Ísraela og Palestínumanna, sagði hann í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York.
Í ísraelskum fjölmiðlum er haft eftir Marwan Barghouti, háttsettum Palestínumanni sem situr í fangelsi í Ísrael, að Ísraelum sé varla alvara með þátttöku sinni í samningaviðræðum.
Palestínumenn segjast ekki eiga annars úrkosta en að hætta friðarviðræðum ef byggingaframkvæmdum ísraelskra landtökumanna verður ekki hætt.- gb