Sigmundur Ernir: Stjórnsýslan með klíkukenndum blæ Erla Hlynsdóttir skrifar 13. september 2010 10:09 Sigmundur Ernir segir briddsfélagaandann svífa yfir vötnum í stjórnsýslunni Mynd: GVA „Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
„Almennt séð hafa vinnubrögðin á Alþingi komið manni mjög á óvart miðað við það sem maður þekkir utan af akrinum," segir Sigrmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann undrast mjög hversu hægt það gengur innan Alþingis og innan stjórnsýslunnar að taka ákvarðanir sem virðast liggja beint fyrir og koma þeim í framkvæmd. „Mestan part eru þau föst í gömlu og íhaldssömu fari," segir hann um vinnubrögðin. „Þetta á ekki bara við um störf Alþingis heldur í allri stjórnsýslunni." Sigmundur var gestur Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins. Sigmundur segist helst horfa til tveggja atriða sem móta vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar til hins verra: „Annars vegar er þetta einfaldlega gamli briddsfélagaandinn sem hefur svifið yfir stjórnsýslunni, þétt og mikil vinátta manna á milli sem hefur gert það að verkum að stjórnsýslan hefur verið svona með klíkukenndum blæ. Síðan hef ég horft til hins sem landsbyggðamaður, af hverju erum við með stjórnsýsluna í einu og sama póstnúmerinu? Af hverju dreifum við þessu ekki frekar um landið eins og margar aðrar þjóðir gera til þess bara að koma í veg fyrir þessa þéttu vinamenningu þar sem allir sitja saman í sömu nefndinni ár eftir ár eftir ár, einfaldlega til þess að losna út úr þessu klíkusamfélagi sem hefur gert margt illt í íslensku samfélagi," segir Sigmundur. Alþingi kemur saman klukkan hálf ellefu og mun þá verða til umræðu skýrsla þingmannanefndar um rannsóknarskýrslu Alþingis. Vakið hefur athygli að þingmenn virðast þar taka ákvarðanir eftir flokkslínu sem þykir dæmigert fyrir þau íhaldssömu vinnubrögð sem tíðkast hafa á Alþingi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni með því að smella hér.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira