Körfubolti

Komast Keflavíkurkonur í Höllina í 18. sinn á 23 árum?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrönn Þorgrímsdóttir hjá Keflavík.
Hrönn Þorgrímsdóttir hjá Keflavík. Mynd/Stefán

Fyrri undanúrslitaleikurinn í Subwaybikar kvenna í körfubolta fer fram í Dalhúsum í Garfarvogi í kvöld þegar 1.deildarlið Fjölnis tekur á móti sjóðheitum Keflavíkurkonum sem stöðvuðu fjórtán leikja sigurgöngu KR í deildinni á miðvikudaginn.

Keflavíkurkonur þekkja þessa stöðu vel því þær hafa unnið 17 undanúrslitaleiki í bikarnum frá og með árinu 1987 og geta því í kvöld komist í Höllina í 18. sinn á aðeins 23 árum.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á Ásvöllum á sunnudagskvöldið en Haukar taka þá á móti Njarðvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×