Aníta Briem giftir sig í dag 20. ágúst 2010 13:30 Geislandi brúður Aníta Briem leikkona var geislandi á rauða dreglinum stuttu áður en hún hélt til Grikklands þar sem hún giftist unnusta sínum Dean Paraskevopoulus við hátíðlega athöfn í dag. nordicphotos/getty „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00
Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00