400 fóru fótgangandi að gosinu í morgun 27. mars 2010 14:03 Ekið yfir ána yfir í Fljótsdal í dag. Mikil umferð var á svæðinu. Mynd / Egill. Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Gríðarleg umferð er að Skógum þar sem fjölmargir göngumenn leggja af stað til þess að ganga upp á Fimmvörðuháls. Umferðin er svo mikil að óhætt er að tala um umferðaröngþveiti. Þá eru fjölmargir á leiðinni í Fljótsdal til þess að skoða gosið. Aka þarf malarveg og yfir á til þess að komast leiðar sinnar en lögreglan fylgist vel með og gengur furðuvel að sögn fréttamanns Stöðvar 2 sem var á vettvangi. Erlend kona sem hugðist horfa á gosið frá Emstrum í Fljótsdal varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem lítið sást um hádegisbilið vegna sólar þar sem hún skein úr suðurátt. Þá sögðu framreiðslustúlkur á veitingastað á Hvolsvelli að þarna væri meiri umferð ferðmanna heldur en á góðum degi að sumri til. Lögreglan segir umferðina hafa gengið mjög vel. Eitthvað hafi þó verið um ökumenn sem virtu ekki lokanir á fjallavegum. Vill lögreglan benda almenningi að virða takmarkanir, þær eru ekki settar af ástæðulausu, enda eru eldgos stórhættuleg fari menn ekki gætilega. Þá vonaðist lögreglan til þess að ferðamenn sem ganga upp Fimmvörðuhálsinn séu vel búnir. Lögreglan áréttar að það er mjög kalt uppi á Fimmvörðuhálsi og þeir sem eru illa búnir eða reynslulausir eiga ekkert erindi fótgangandi að gosinu. Um tíu tíma göngu er að ræða auk þess sem það er hvöss norðanátt en göngumenn ganga í norður upp að gosstöðinni og eru því með vindinn í fanginu alla leiðina að gosinu. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á Hvolsvelli telur að um 400 manns hafi lagt af stað upp Fimmvörðuhálsinn fótgangandi í morgun. Um er að ræða marga hópa ásamt leiðsögumönnum. Gríðarleg umferð er að Skógum þar sem fjölmargir göngumenn leggja af stað til þess að ganga upp á Fimmvörðuháls. Umferðin er svo mikil að óhætt er að tala um umferðaröngþveiti. Þá eru fjölmargir á leiðinni í Fljótsdal til þess að skoða gosið. Aka þarf malarveg og yfir á til þess að komast leiðar sinnar en lögreglan fylgist vel með og gengur furðuvel að sögn fréttamanns Stöðvar 2 sem var á vettvangi. Erlend kona sem hugðist horfa á gosið frá Emstrum í Fljótsdal varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem lítið sást um hádegisbilið vegna sólar þar sem hún skein úr suðurátt. Þá sögðu framreiðslustúlkur á veitingastað á Hvolsvelli að þarna væri meiri umferð ferðmanna heldur en á góðum degi að sumri til. Lögreglan segir umferðina hafa gengið mjög vel. Eitthvað hafi þó verið um ökumenn sem virtu ekki lokanir á fjallavegum. Vill lögreglan benda almenningi að virða takmarkanir, þær eru ekki settar af ástæðulausu, enda eru eldgos stórhættuleg fari menn ekki gætilega. Þá vonaðist lögreglan til þess að ferðamenn sem ganga upp Fimmvörðuhálsinn séu vel búnir. Lögreglan áréttar að það er mjög kalt uppi á Fimmvörðuhálsi og þeir sem eru illa búnir eða reynslulausir eiga ekkert erindi fótgangandi að gosinu. Um tíu tíma göngu er að ræða auk þess sem það er hvöss norðanátt en göngumenn ganga í norður upp að gosstöðinni og eru því með vindinn í fanginu alla leiðina að gosinu.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira