Veiki hlekkurinn? Ólafur Stephensen skrifar 9. júlí 2010 06:00 Norðmönnum var illa brugðið í gær þegar sagt var frá því að þrír menn búsettir í Noregi, sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, hefðu verið handteknir. Þeir eru grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu sprengjutilræða í Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Almenningur í Noregi gerði ekki ráð fyrir að hryðjuverkastarfsemi þrifist þar. Sú reyndist samt raunin. Norðmenn höfðu talið sig tiltölulega örugga, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkasamtaka á undanförnum árum. Margir hafa nú sjálfsagt glatað þeirri öryggis-tilfinningu. Upp hefur komizt um hryðjuverkastarfsemi í þremur af okkar næstu nágrannalöndum, sem Íslendingar hafa mest samskipti við, þ.e. Noregi, Danmörku og Bretlandi. Þetta hlýtur að leiða hugann að því hversu lengi Ísland getur litið á sig sem eyland, varið fyrir hryðjuverkaógn. Magnus Ranstorp, einn fremsti sérfræðingur Norðurlanda í hryðjuverkastarfsemi, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hryðjuverkamennirnir hafi sennilega valið Noreg vegna þess að landið sé stórt og fámennt og þar hafi ekki verið hryðjuverkastarfsemi áður. Þeir hafi því talið sig komast hjá eftirliti. Raunin hafi orðið önnur, þar sem norska leyniþjónustan sé í góðu samstarfi við leyniþjónustur annarra landa. Ranstorp telur ekki útilokað að hryðjuverkamenn horfi til Íslands, þótt staðsetning landsins sé nokkur vörn. Leyniþjónusta norsku lögreglunnar stóð sig klárlega vel í því að koma upp um hryðjuverkamennina. En hvernig er íslenzka lögreglan í stakk búin að fyrirbyggja hryðjuverkastarfsemi hér? Í síðasta opinbera hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra kom fram að hryðjuverkaógn hér væri ekki talin meiri en á öðrum Norðurlöndum. Hvorki ætti að gera mikið úr slíkri ógn né hafna henni með öllu. Í hættumatinu sagði hins vegar líka að lögreglan hér hefði ekki svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir til að safna upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila, lægi ekki fyrir grunur um tiltekið afbrot. „Möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk eru því ekki þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum. Þessu fylgir einnig að íslenska lögreglan hefur mun takmarkaðri upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk eða taka þátt í að fjármagna slíka starfsemi." Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur mælt með því að lögreglan fái þær heimildir sem hún þarf til að fylgjast með hugsanlegri hryðjuverkastarfsemi og skipulögðum glæpum. Hins vegar liggur fyrir að þá sem helzt eru á móti slíkum heimildum lögreglu er að finna í þingliði núverandi ríkisstjórnarflokka. Ef við stöndum einn daginn frammi fyrir sama veruleika og Norðmenn, viljum við þá ekki að atburðarásin verði svipuð; að lögreglan nái hryðjuverkamönnunum áður en þeir ná að fremja ódæðisverk? Eða viljum við að Ísland verði veikasti hlekkurinn í keðju hryðjuverkavarna vestrænna ríkja, sem hryðjuverkamenn sjá hugsanlega tækifæri til að nýta sér - hugsanlega til að skipuleggja árásir á önnur lönd? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun
Norðmönnum var illa brugðið í gær þegar sagt var frá því að þrír menn búsettir í Noregi, sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, hefðu verið handteknir. Þeir eru grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu sprengjutilræða í Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Almenningur í Noregi gerði ekki ráð fyrir að hryðjuverkastarfsemi þrifist þar. Sú reyndist samt raunin. Norðmenn höfðu talið sig tiltölulega örugga, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkasamtaka á undanförnum árum. Margir hafa nú sjálfsagt glatað þeirri öryggis-tilfinningu. Upp hefur komizt um hryðjuverkastarfsemi í þremur af okkar næstu nágrannalöndum, sem Íslendingar hafa mest samskipti við, þ.e. Noregi, Danmörku og Bretlandi. Þetta hlýtur að leiða hugann að því hversu lengi Ísland getur litið á sig sem eyland, varið fyrir hryðjuverkaógn. Magnus Ranstorp, einn fremsti sérfræðingur Norðurlanda í hryðjuverkastarfsemi, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að hryðjuverkamennirnir hafi sennilega valið Noreg vegna þess að landið sé stórt og fámennt og þar hafi ekki verið hryðjuverkastarfsemi áður. Þeir hafi því talið sig komast hjá eftirliti. Raunin hafi orðið önnur, þar sem norska leyniþjónustan sé í góðu samstarfi við leyniþjónustur annarra landa. Ranstorp telur ekki útilokað að hryðjuverkamenn horfi til Íslands, þótt staðsetning landsins sé nokkur vörn. Leyniþjónusta norsku lögreglunnar stóð sig klárlega vel í því að koma upp um hryðjuverkamennina. En hvernig er íslenzka lögreglan í stakk búin að fyrirbyggja hryðjuverkastarfsemi hér? Í síðasta opinbera hættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra kom fram að hryðjuverkaógn hér væri ekki talin meiri en á öðrum Norðurlöndum. Hvorki ætti að gera mikið úr slíkri ógn né hafna henni með öllu. Í hættumatinu sagði hins vegar líka að lögreglan hér hefði ekki svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir til að safna upplýsingum um einstaklinga eða lögaðila, lægi ekki fyrir grunur um tiltekið afbrot. „Möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk eru því ekki þeir sömu og á hinum Norðurlöndunum. Þessu fylgir einnig að íslenska lögreglan hefur mun takmarkaðri upplýsingar um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk eða taka þátt í að fjármagna slíka starfsemi." Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur mælt með því að lögreglan fái þær heimildir sem hún þarf til að fylgjast með hugsanlegri hryðjuverkastarfsemi og skipulögðum glæpum. Hins vegar liggur fyrir að þá sem helzt eru á móti slíkum heimildum lögreglu er að finna í þingliði núverandi ríkisstjórnarflokka. Ef við stöndum einn daginn frammi fyrir sama veruleika og Norðmenn, viljum við þá ekki að atburðarásin verði svipuð; að lögreglan nái hryðjuverkamönnunum áður en þeir ná að fremja ódæðisverk? Eða viljum við að Ísland verði veikasti hlekkurinn í keðju hryðjuverkavarna vestrænna ríkja, sem hryðjuverkamenn sjá hugsanlega tækifæri til að nýta sér - hugsanlega til að skipuleggja árásir á önnur lönd?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun