Ólafur Stephensen
Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.
Óverjandi framkoma við fyrirtæki
Tillögur Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra um stórfelldar breytingar á skattheimtu af ökutækjum um áramótin hafa sett rekstur fjölda fyrirtækja í uppnám. Þar á meðal eru innflytjendur bifreiða, vinnuvéla og annarra ökutækja og bílaleigur.
Fréttir í tímaröð
Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda?
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum í samráðsgátt stjórnvalda.
Nú þarf bæði sleggju og vélsög
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, boðaði einföldun regluverks atvinnulífsins í stefnuræðu sinni á dögunum. Forsætisráðherra tiltók þar sérstaklega leyfisveitingakerfið í orkumálum, jafnlaunavottun og byggingarreglugerðina.
Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir.
Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun?
Undirritaður skrifaði opið bréf til frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands hér á Vísi fyrir rúmum mánuði. Þar var lagt til að frambjóðendurnir tækju upp það stefnumál að Háskólinn tæki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og færi að skilyrðum samkeppnislaga um fjárhagslegan aðskilnað þessarar starfsemi, sem rekin er í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á fræðslumarkaði, frá þeirri starfsemi HÍ sem fjármögnuð er af fé skattgreiðenda. Fátt varð um svör.
Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Hagsmunaaðilar í landbúnaði, Mjólkursamsalan og nokkur samtök framleiðenda, hafa farið mikinn vegna áforma fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.
Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum?
Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga.
460 milljóna króna ofrukkun á viku
Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“.
Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti
Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna.
Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðizt við ákalli ríkisstjórnarinnar um tillögur til sparnaðar og hagræðingar í ríkisrekstrinum. Meðal annars var kallað eftir tillögum um verkefni sem gætu aukið framleiðni og sparnað til langs tíma. Ein slík er tillaga FA um breytta verðstefnu ríkisins varðandi innkaup á lyfjum.
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu.
Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála
Stjórn Félags atvinnurekenda telur brýnt að koma á framfæri við stjórnmálaflokkana, sem fengu kjörna þingmenn í alþingiskosningunum á laugardag, nokkrum hagsmunamálum fyrirtækjanna. Góður rekstur fyrirtækja er undirstaða atvinnu og velferðar í landinu og mikilvægt að hagsmunamál atvinnulífsins fái sinn sess í nýjum stjórnarsáttmála. Eftirfarandi ályktun var samþykkt af stjórninni í gær, 2. desember, og send á formenn allra flokkanna sex.
Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig?
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum.
Sérhagsmunafúsk á Alþingi
Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins.
Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda
Félag atvinnurekenda lýsir yfir stuðningi við frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur og fleiri þingmanna um að jafnlaunavottun verði ekki lagaskylda fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn, heldur valkvæð.
Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla
Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum.
Glæpur án tjóns?
Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa.
Havarti skal það sem sannara reynist
Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru.
Alþingi slátrar jafnræðisreglunni
Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald.
Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga
Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum.
Beitir nýr matvælaráðherra sér fyrir afnámi ólaganna?
VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu tekin til rækilegrar skoðunar, enda væru þau skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu.
Samkeppni í sjóflutningum – hvað gerist næst?
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs.
Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig
Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert.
Kaldar kveðjur til bænda?
Ég sé að sá ágæti þingmaður, Ásmundur Friðriksson, víkur að greinarhöfundi nokkrum orðum á Facebook-síðu sinni. Ásmundur er í stjórnarmeirihlutanum í atvinnuveganefnd Alþingis, sem samdi hið nýja frumvarp um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum, sem undirritaður og Félag atvinnurekenda hafa eindregið gagnrýnt, en varð að lögum í vikunni.