McDowell og Kaymer kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni 8. desember 2010 09:45 Graeme McDowell átti frábært ár og sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Nordic Photos/Getty Images Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar. Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell og Þjóðverjinn Martin Kaymer voru í gær valdir kylfingar ársins á Evrópumótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn í 26 ár þar sem tveir kylfingar deila þessum titli. McDowell sigraði á sínum fyrsta stórmóti á þessu ári, opna bandaríska meistaramótinu, og það gerði Kaymer einnig en hann sigraði á PGA-meistaramótinu. Báðir voru þeir Ryderliði Evrópu sem sigraði það bandaríska á Celtic Manor vellinum í Wales í október og þeir sigruðu báðir á fjórum atvinnumótum á árinu 2011. Það var því ekki hægt að gera upp á milli þeirra að mati dómnefndar Evrópumótaraðarinnar. Það eru íþróttafréttamenn og golfsérfræðingar sem starfa við sjónvarp sem standa að kjörinu og skiptust atkvæðin jafnt á milli þeirra McDowell og Kaymer.Besta árið í sögu EvrópumótaraðarinnarMartin Kaymer sigraði á PGA-meistaramótinu og var efstur á peningalistanum í lok keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni.Nordic Photos/Getty ImagesKaymer, sem er 25 ára gamall, var efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar en McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryderkeppninni í lokaleik mótsins.Árið 2011 er líklega það besta í sögu Evrópumótaraðarinnar en þrír kylfingar af þeirri mótaröð sigruðu á stórmóti á árinu. McDowell, Kaymer og Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á opna breska meistaramótinu á St. Andrews.Þar að auki komst Englendingurinn Lee Westwood í efsta sæti heimslistans og velti Tiger Woods úr því sæti eftir margra ára einokun á þeim titli.Englendingurinn Ian Poulter, Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els og Ítalinn Francesco Molinari fögnuðu allir sigri á heimsmótaröðinni en þeir eru einnig meðlimir Evrópumótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira