Varnarlaus gegn klúðri Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. desember 2010 06:30 Niðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar. Málið er enn statt á sama stað og síðastliðið vor, þegar frumvarp um að leggja niður stofnunina var lagt fram. Þá sagði Alyson Bailes, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fremsti fræðimaður Íslands á sviði varnarmála, í umsögn um frumvarpið: „Það er óvenjulegt að leggja niður stofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki án þess að vita nákvæmlega hvar þeim skyldum sem á stofnuninni hvíla verður komið fyrir. Þessi óvissa hefur ekki eingöngu þær afleiðingar að erfitt er að meta fjárhagslegan ávinning af því að gera umræddar breytingar, heldur veldur hún óvissu meðal erlendra samstarfsaðila." Við samþykkt laganna tók Alþingi ekkert mark á þessum ábendingum eða fjölmörgum öðrum. Þrennt virðist valda því að svona óhönduglega hefur tekizt til. Í fyrsta lagi lá Vinstri grænum svo á að leggja niður Varnarmálastofnun (sem gefur með nafni sínu til kynna þá óþægilegu staðreynd að huga þurfi að varnarmálum á Íslandi) að þeir töldu óþarfa að gera áður einhverja úttekt á hvernig ætti að fara að því. Í öðru lagi stendur hallærisleg deila utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins um völd og yfirráðasvæði, sem hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar, vitrænni niðurstöðu í málinu fyrir þrifum. Í þriðja lagi hefur hvorki pólitíkin né embættismannakerfið lært sína lexíu af misheppnuðum sameiningum ríkisstofnana og flutningi verkefna á liðnum árum. Þó var búið að smíða sérstaka stefnu um slíkar breytingar í fjármálaráðuneytinu, eins og lýst var í Fréttablaðinu í gær. Í þessu máli er búið að snúa þeirri stefnu á haus. Þegar varnarliðið hvarf af landi brott urðu Íslendingar sjálfir að taka að sér ýmis verkefni sem Bandaríkin höfðu áður annazt. Sú leið að búa til sérstaka ríkisstofnun um þau var ekki endilega sú eina rétta. Það getur vel verið að verkefnin falli vel að rekstri annarra stofnana, til dæmis Landhelgisgæzlunnar, Isavia eða Ríkislögreglustjóra. Það er meira að segja frekar líklegt að verulegur sparnaður náist með slíku fyrirkomulagi. En auðvitað hefði átt að byrja á að ákveða hvar verkefnum Varnarmálastofnunar yrði komið fyrir og leggja mat á til hvaða ráðstafana þyrfti þá að grípa og hvað það kostaði eða sparaði. Svo hefði átt að kynna það fyrir bandamönnum okkar í Atlantshafsbandalaginu og að því loknu hefði mátt leggja stofnunina niður að ósekju. Eins og framgangsmátinn hefur verið, virðist Ísland ekki sérlega traust samstarfsríki eða fært um að sjá sjálft um þau verkefni tengd öryggi og vörnum sem öll fullvalda ríki verða að annast. Og við virðumst fullkomlega varnarlaus gegn stjórnsýsluklúðri eins og því sem við horfum nú upp á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun
Niðurlagning Varnarmálastofnunar virðist ætla að verða hið mesta klúður. Stofnunin verður lögum samkvæmt lögð niður eftir þrjár vikur. Eins og fram kemur í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær hefur enn ekki verið ákveðið hvaða stofnanir taka þá að sér verkefni hennar. Málið er enn statt á sama stað og síðastliðið vor, þegar frumvarp um að leggja niður stofnunina var lagt fram. Þá sagði Alyson Bailes, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fremsti fræðimaður Íslands á sviði varnarmála, í umsögn um frumvarpið: „Það er óvenjulegt að leggja niður stofnun sem gegnir mikilvægu hlutverki án þess að vita nákvæmlega hvar þeim skyldum sem á stofnuninni hvíla verður komið fyrir. Þessi óvissa hefur ekki eingöngu þær afleiðingar að erfitt er að meta fjárhagslegan ávinning af því að gera umræddar breytingar, heldur veldur hún óvissu meðal erlendra samstarfsaðila." Við samþykkt laganna tók Alþingi ekkert mark á þessum ábendingum eða fjölmörgum öðrum. Þrennt virðist valda því að svona óhönduglega hefur tekizt til. Í fyrsta lagi lá Vinstri grænum svo á að leggja niður Varnarmálastofnun (sem gefur með nafni sínu til kynna þá óþægilegu staðreynd að huga þurfi að varnarmálum á Íslandi) að þeir töldu óþarfa að gera áður einhverja úttekt á hvernig ætti að fara að því. Í öðru lagi stendur hallærisleg deila utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins um völd og yfirráðasvæði, sem hófst í tíð fyrri ríkisstjórnar, vitrænni niðurstöðu í málinu fyrir þrifum. Í þriðja lagi hefur hvorki pólitíkin né embættismannakerfið lært sína lexíu af misheppnuðum sameiningum ríkisstofnana og flutningi verkefna á liðnum árum. Þó var búið að smíða sérstaka stefnu um slíkar breytingar í fjármálaráðuneytinu, eins og lýst var í Fréttablaðinu í gær. Í þessu máli er búið að snúa þeirri stefnu á haus. Þegar varnarliðið hvarf af landi brott urðu Íslendingar sjálfir að taka að sér ýmis verkefni sem Bandaríkin höfðu áður annazt. Sú leið að búa til sérstaka ríkisstofnun um þau var ekki endilega sú eina rétta. Það getur vel verið að verkefnin falli vel að rekstri annarra stofnana, til dæmis Landhelgisgæzlunnar, Isavia eða Ríkislögreglustjóra. Það er meira að segja frekar líklegt að verulegur sparnaður náist með slíku fyrirkomulagi. En auðvitað hefði átt að byrja á að ákveða hvar verkefnum Varnarmálastofnunar yrði komið fyrir og leggja mat á til hvaða ráðstafana þyrfti þá að grípa og hvað það kostaði eða sparaði. Svo hefði átt að kynna það fyrir bandamönnum okkar í Atlantshafsbandalaginu og að því loknu hefði mátt leggja stofnunina niður að ósekju. Eins og framgangsmátinn hefur verið, virðist Ísland ekki sérlega traust samstarfsríki eða fært um að sjá sjálft um þau verkefni tengd öryggi og vörnum sem öll fullvalda ríki verða að annast. Og við virðumst fullkomlega varnarlaus gegn stjórnsýsluklúðri eins og því sem við horfum nú upp á.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun