Buiter: Grikkland í gjaldþrot ef betri kjör fást ekki 27. apríl 2010 14:05 „Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íslandsvinurinn Willem Buiter aðalhagfræðingur Citigroup segir að Grikkland fari líklega í þjóðargjaldþrot eða skapi eigendum ríkisskuldabréfa sinna verulegt tjón nema landið fái betri kjör á fyrirhuguð björgunarpakka ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Staða Grikklands er ekki beysin í augnablikinu. Ávöxtunarkrafan á 2ja ára ríkisskuldabréfum landsins er komin yfir 14% og skuldatryggingaálið er rokið upp í 724 punkta samkvæmt CMA gagnaveitunni. Sem stendur er Grikkland á toppi lista þeirra 10 þjóða sem CMA metur í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Líkurnar eru taldar rúmlega 46% á slíku.Grikkland hefur farið fram á að björgunarpakki ESB/AGS upp á 45 milljarða evra verð gangsettur strax en Þjóðverjar þráast við. Buiter segir að Grikkland komist hugsanleg hjá gjaldþroti ef landið fær betri kjör á fjármögnun sinni en þau 3% til 4% yfir viðmiðunarvöxtum sem í boði eru.„Ef höfð eru í huga þau kjör sem í boði eru, frá öðrum evrulöndum og frá markaðinum, er verulegt tap fjárfesta eða jafnvel formlegt gjaldþrot líklegra," segir Buiter sem er fyrrum meðlimur peningastefnunefndar Englandsbanka.Fram kemur í máli Buiter að gjaldþrot Grikklands myndi skaða banka á evrusvæðinu þar sem eftirlitsaðilum hafi mistekist að koma í veg fyrir verulega áhættu á lánveitingum þeirra til Grikklands og áhættu af skuldasöfnun hins opinbera þar í landi.Hvað skaða þeirra sem eiga grísk ríkisskuldabréf varðar segir Buiter að sennilega þurfi þeir að gefa eftir 20% af kröfum sínum, „eða í versta falli allt að 30%". Verði þetta niðurstaðan mætti komast hjá formlegu gjaldþroti.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira