Alonso: Mikilvægt að ná á verðlaunapall 23. september 2010 15:09 Fernando Alonso hjá Ferrari er í Singapúr, en fyrstu æfingar keppnisliða eru á morgun. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að mikilvægt verði í lokamótunum fimm í Formúlu 1, að komast á verðlaunapall. Hann hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Renault, en er í þriðja sæti í stigamótinu á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton. Alonso vann síðustu keppni sem var á Ítalíu, en keppir í Singapúr um helgina í flóðlýstu móti. "Sá ökumaður sem kemst á verðlaunapall í mótunum fimm verður nærri því að landa titlinum. Þolgæði hafa ekki verið styrkleiki keppenda í ár. Öllum hefur gengið misvel", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fréttamenn á brautinni í Singapúr. "Við þurfum að standa okkur vel og ef einhver fellur úr leik, þá getur hann kvatt möguleika á titlinum. Það eru svo fá mót eftir. Fimm sinnum á verðlaunapalli væri góður árangur í mínum augum." Webber er fimm stigum á undan Lewis Hamilton í stigamótinu, en Alonso 19 á eftir Webber. Fyrir aftan Alonso er Jenson Button, einu stigi á eftir og Sebastian Vettel er tveimur á eftir Alonso. "Eftir sigurinn á Monza, þá verður mikilvægt að halda slagkraftinum og það væri gott að ná árangri hérna á ný í þessu mikilvæga móti", sagði Alonso. Hann vann fyrstu keppnina í Singapúr árið 2008 með Renault, en Hamilton vann í fyrra á McLaren.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira