Lífið

Ísak reynir fyrir sér í New York og París

Langar til London Ísak ætlar að reyna fyrir sér út í heimi og langar mest til London.Fréttablaðið/vALLI
Langar til London Ísak ætlar að reyna fyrir sér út í heimi og langar mest til London.Fréttablaðið/vALLI

„Förinni er heitið til New York, ég ætla að byrja þar," segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason, en hann leggur land undir fót á nýju ári.

Ísak hefur verið eftirsóttur í tískubransanum hérlendis og hefur hann séð bæði um förðun og stíliseringu fyrir myndatökur og tímarit. Það má segja að Ísak hafi komist á kortið í þættinum Nýtt útlit sem sýndur var á Skjá einum en þar var hann Karli Berndsen innan handar þar sem þeir veittu fólki nýtt útlit, allt frá förðun til fata. Ísak hefur nú í hyggju að ferðast til helstu tískuborganna og kynna sig og vinnu sína í von um að fá tækifæri á þessum vettvangi ytra.

„Ég og Steini [Þorsteinn Blær Jóhannsson] ætlum að reyna að vinna og skoða okkur um í New York," segir Ísak, en þeir félagar hafa séð um tískubloggið The Fashion Warrior.

Þegar dvölinni í New York lýkur ætlar Ísak að koma heim en halda fljótlega aftur út.

„Ég ætla til Parísar og svo kannski til London. Mig langar rosalega að koma mér meira á framfæri því ég vil komast langt í þessum bransa." Hann segist þó ekki vera að flytja út núna, en af því verði örugglega síðar.

„Ég geri það pottþétt í framtíðinni. Ég sé mig alveg fyrir mér í London og það er staður sem mig hefur alltaf langað til að vera á."- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×