Beyoncé apar eftir E-label 14. ágúst 2010 10:00 Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir eiga saman hönnunarmerkið E-label. Söngkonan Beyoncé bættist í hóp viðskiptavina merkisins í nóvember í fyrra. Hér má sjá myndir af umræddum buxum og getur nú hver dæmt fyrir sig. Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan Beyoncé rekur ásamt móður sinni, sést Beyoncé skarta leggingsbuxum sem eru ískyggilega líkar leggingsbuxum frá E-label. Buxurnar sem um ræðir eru hönnun Ásgríms Más Friðrikssonar og eru svartar að lit og prýddar göddum að framanverðu. Fréttablaðið greindi frá því í lok nóvember í fyrra að söngkonan hafi einmitt keypt slíkar leggings í tískuversluninni TopShop í London og því þykir þetta skrítin tilviljun. Innt eftir því hvort eigendur E-label ætli að höfða mál gegn söngkonunni segist Heba ekki geta sagt til um það að svo stöddu. „Ég var bara að heyra af þessu og því hefur engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að skoða buxurnar frá henni betur því samkvæmt lögum telst það ekki stuldur ef ákveðin mörg atriði eru frábrugðin upprunalegu hönnuninni,“ segir Heba og bætir við að þegar Beyoncé hafi keypt leggingsbuxurnar voru þær seldar í Edit deild TopShop sem selur hönnun lítilla og óþekktra hönnuða. Aðspurð segir Heba þær ekki hafa skráð hönnun sína en telur að vegna fréttaflutnings bæði hér á landi og erlendis geti þær auðveldlega sannað sitt mál komi til þess. „En ef fólk vill kaupa upprunalegu buxurnar þá getur það kíkt til okkar á Laugavegi 27,“ segir Heba að lokum og hlær. -sm Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan Beyoncé rekur ásamt móður sinni, sést Beyoncé skarta leggingsbuxum sem eru ískyggilega líkar leggingsbuxum frá E-label. Buxurnar sem um ræðir eru hönnun Ásgríms Más Friðrikssonar og eru svartar að lit og prýddar göddum að framanverðu. Fréttablaðið greindi frá því í lok nóvember í fyrra að söngkonan hafi einmitt keypt slíkar leggings í tískuversluninni TopShop í London og því þykir þetta skrítin tilviljun. Innt eftir því hvort eigendur E-label ætli að höfða mál gegn söngkonunni segist Heba ekki geta sagt til um það að svo stöddu. „Ég var bara að heyra af þessu og því hefur engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að skoða buxurnar frá henni betur því samkvæmt lögum telst það ekki stuldur ef ákveðin mörg atriði eru frábrugðin upprunalegu hönnuninni,“ segir Heba og bætir við að þegar Beyoncé hafi keypt leggingsbuxurnar voru þær seldar í Edit deild TopShop sem selur hönnun lítilla og óþekktra hönnuða. Aðspurð segir Heba þær ekki hafa skráð hönnun sína en telur að vegna fréttaflutnings bæði hér á landi og erlendis geti þær auðveldlega sannað sitt mál komi til þess. „En ef fólk vill kaupa upprunalegu buxurnar þá getur það kíkt til okkar á Laugavegi 27,“ segir Heba að lokum og hlær. -sm
Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira