Umfjöllun: Fimmti sigur HK í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2010 21:02 Bjarki Már Elíasson skoraði 11 mörk í kvöld. Mynd/Stefán HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson. Olís-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
HK virðist óstöðvandi um þessar mundir í N1-deild karla en liðið vann í gær góðan tveggja marka sigur á meistaraliði Hauka á heimavelli, 36-34. Sigurinn var þó talsvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. HK-ingar hófu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Daníel Berg Grétarsson sem skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og kom HK í 3-0. Þessa forystu áttu HK-ingar aldrei eftir að láta af hendi. Þeir létu kné fylgja kviði og skoruðu alls tuttugu mörk í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins var ógnarsterkur og skyttur HK fóru á kostum gegn flatri vörn Haukanna. Daníel Berg og Ólafur Bjarki Ragnarsson fóru fyrir leiftrandi sóknarleik HK og þeir voru duglegir að leggja upp á Bjarka Má Elíasson í hægra horninu. Haukar hafa byrjað misjafnlega á tímabilinu og ekki enn náð að vinna tvo leiki í röð. Það tækifæri nýttu þeir sér ekki heldur í gær. Þeir áttu fá svör við fínum varnarleik HK og sem fyrr segir urðu oftast undir þegar þeir stilltu upp í vörn. Markvarslan hefur oft verið miklu betri en hún var í fyrri hálfleik í kvöld en þeir Aron Rafn og Birkir Ívar vörðu samanlagt aðeins fimm mörk í markinu. Gestirnir úr Hafnarfirðu spiluðu þó talsvert betur í síðari hálfleik og tókst til að mynda að stórbæta sóknarnýtingu sína sem var aðeins 43 prósent í fyrri hálfleik. Þeir komust þó aldrei nálægt 69 prósenta skotnýtingu HK-inga sem hafa á að skipa einhverju öflugasta sóknarliði deildarinnar um þessar mundir. Haukar voru nálægt því að hleypa spennu í leikinn þegar þeir minnkuðu muninn í tvö mörk undir lok leiksins en nær komust þeir ekki. Varnarleikur og markvarsla var betri í síðari hálfleik en þeim fyrri en sjö marka munur í hálfleik reyndist of mikill fyrir Hafnfirðinga. Sóknarleikurinn var ágætur en þar var Björgvin Hólmgeirsson í aðalhlutverki eins og fyrri daginn. Það er stórskemmtilegt að fylgjast með HK þessa dagana og ljóst að liðið var stórlega vanmetið fyrir leiktíðina. Það varpaði þó skugga á góðan sigur í gær að hornamaðurinn Sigurjón Friðbjörn Björnsson virtist hafa meiðst illa á ökkla og líklegt að hann verði frá í dágóðan tíma. HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2), Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2), Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5, 29%). Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2). Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3), Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4 (6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%), Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%). Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2, Björgvin Þór 1). Utan vallar: 12 mínútur.Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson.
Olís-deild karla Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira