Alonso: Verðum að vinna mót 17. maí 2010 15:54 Fernando Alonso ók mjög vel í Mónakó í gær, en var ólánsamur að komast ekki í tímatökuna sem varð honum að falli. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso klúðraði gullnu tækifæri á góðum árangri á götum Mónakó um helgina, þegar hann keyrði á vegg á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni og ræsti í 24 sæti af stað og vann sig upp í sjötta sæti. Trúlega hefði hann getað barist um sigur, ef áreksturinn hefði ekki orðið honum til trafala. "Það er erfitt að segja til um hvað hefði getað orðið, ef ég hefði verið í tímatökunni. Ég var í formi og fremsti staður á ráslínu var innan seilingar. Við verðum að halda ró okkar, því árangurinn mun koma og ljóst hver öflugt lið okkar er. Það verður í lok 19 móta sem úrslitin ráðast í meistaramótinu og við sjáum hver er sterkastur. Ef ekki við, þá einhverjir sem stóðu sig betur, þó við höfum gert okkar besta", sagði Alonso í spjalli á espnf1.com. Hann var að sigurvegarnum ólöstuðum maður mótsins, eftir að hafa unnið sig upp um 18 sæti á ráslínu. "Red Bull er ósigrandi við eðlilegar aðstæður, en liðið hefur unnið og líka lent í ógöngum í mótum ársins, þannig að þeir hafa ekki stungið af. En við erum raunsæir og vitum að við verðum að bæta okkur. Við verðum að vera fljótari í tímatökum og vinna mót eins og Red Bull og vonandi gerist það fljótlega", sagði Alonso. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso klúðraði gullnu tækifæri á góðum árangri á götum Mónakó um helgina, þegar hann keyrði á vegg á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni og ræsti í 24 sæti af stað og vann sig upp í sjötta sæti. Trúlega hefði hann getað barist um sigur, ef áreksturinn hefði ekki orðið honum til trafala. "Það er erfitt að segja til um hvað hefði getað orðið, ef ég hefði verið í tímatökunni. Ég var í formi og fremsti staður á ráslínu var innan seilingar. Við verðum að halda ró okkar, því árangurinn mun koma og ljóst hver öflugt lið okkar er. Það verður í lok 19 móta sem úrslitin ráðast í meistaramótinu og við sjáum hver er sterkastur. Ef ekki við, þá einhverjir sem stóðu sig betur, þó við höfum gert okkar besta", sagði Alonso í spjalli á espnf1.com. Hann var að sigurvegarnum ólöstuðum maður mótsins, eftir að hafa unnið sig upp um 18 sæti á ráslínu. "Red Bull er ósigrandi við eðlilegar aðstæður, en liðið hefur unnið og líka lent í ógöngum í mótum ársins, þannig að þeir hafa ekki stungið af. En við erum raunsæir og vitum að við verðum að bæta okkur. Við verðum að vera fljótari í tímatökum og vinna mót eins og Red Bull og vonandi gerist það fljótlega", sagði Alonso.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira