Umfjöllun: Haukar bundu endi á einokun Vals Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 20:13 Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson í mikilli baráttu við varnarmenn Vals. Mynd/Daníel Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Haukar unnu Val 23-15 í úrslitaleik Eimskipsbikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag en staðan var 9-8 Haukum í vil í hálfleik. Haukar náðu þar með að binda endi á sigurgöngu Vals í bikarnum en Valsmenn höfðu unnið bikarinn síðustu tvö ár en Haukar unnu bikarinn síðast árið 2002. Leikurinn var gríðarlega fast spilaður og varnarleikur og markvarsla í aðalhlutverki hjá báðum liðum framan af leik. Það var því lítið skorað og staðan var til að mynda aðeins 4-2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður Hauka og Hlynur Mortens markvörður Vals í góðum gír. Haukar voru þó alltaf skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum þó svo að munurinn hafi aðeins verið eitt mark, 9-8, þegar hálfleiksflautan gall. Valsmenn jöfnuðu leikinn strax í upphafi síðari hálfleiks og leikurinn var raunar í járnum eftir það alveg þangað til að tíu mínútur lifðu leiks í stöðunni 14-14 að leikur Vals hrundi. Haukar skiptu yfir í 6-0 vörn og Birkir Ívar skellti í lás og við tók ótrúlegur leikkafli þar sem Haukamenn skoruðu átta mörk í röð. Haukamenn hreinlega keyrðu yfir lánlausa Valsmenn sem áttu engin svör við varnarleik Hauka og því fór sem fór. Lokatölur urðu sem segir 23-15 en þær gefa ef til vill ekki til kynna um jafnræðið sem var með liðunum lengi vel í leiknum. Það er hins vegar ekki spurt að því þar sem Haukar héldu út og eru vel að sigrinum komnir. Birkir Ívar var frábær í marki Hauka í leiknum og hreinlega lokaði markinu á stórum köflum í leiknum en Guðmundur Árni Ólafsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson fóru mikinn í sóknarleiknum. Hjá Val varði Hlynur oft á tíðum mjög vel og Sigurður Eggertsson sýndi lipra takta í sókninni.Tölfræðin: Haukar-Valur 23-15 (9-8)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/3 (7/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 5 (12), Sigurbergur Sveinsson 4/2 (12/2), Elías Már Halldórsson 3 (4), Freyr Brynjarsson 2 (5), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 0/1 (1/1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 25/1 (40, 63%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (2, 50%)Hraðaupphlaup: 5 (Elías Már 2, Guðmundur Árni, Sigurbergur, Gunnar Berg)Fiskuð víti: 6 (Pétur, Freyr, Sigurbergur, Guðmundur Árni, Heimir Óli, Björgvin Þór)Utan vallar: 4 mínúturMörk Vals (skot): Sigurður Eggertsson 7 (11), Ernir Hraf Arnarson 3 (7), Orri Freyr Gíslason 2 (2), Arnór Þór Gunnarsson 2 (10/1), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (9), Ingvar Árnason 0 (2), Gunnar Ingi Jóhannsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (1).Varin skot: Hlynur Mortens 19 (41/3, 46%), Ingvar Guðmundsson 2/1 (3/2, 67%)Hraðaupphlaup: 3 (Arnór Þór 2, Sigurður)Fiskuð víti: 1 (Orri Freyr)Utan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira