Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina 12. janúar 2010 15:15 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira