Fyrrum landsliðsþjálfari Ítala, Roberto Donadoni, hefur tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni.
Pierpaolo Bisoli var rekinn úr starfinu í gær en hann var ráðinn nú í sumar eftir að hafa komið Cesena upp í ítölsku úrvalsdeildina í vor.
Cagliari er í sautjánda sæti deildarinnar með ellefu stig eftir tólf leiki. Liðið tapaði um helgina fyrir Genoa, 1-0, sem varð til þess að Bisoli var rekinn.
Donadoni var síðast stjóri Napoli en var rekinn þaðan á síðasta tímabili.
Nú þegar hafa þrír stjórar í ítölsku úrvalsdeildinni verið reknir úr starfi. Hinir eru Franco Colomba hjá Bologna og Gian Piero Gasperini hjá Genoa.
