Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 3. desember 2010 08:00 Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins í golfi. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins sem stýrir bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í nóvember á næsta ári gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Eins og kunnugt er hefur Tiger Woods alls ekki náð sér á strik á golfvellinum sem má rekja til vandamála í einkalífi hans. Couples tilkynnti hinsvegar í gær að Tiger Woods yrði í bandaríska liðinu sem mætir til leiks á Royal Melbourne völlinn eftir tæplega eitt ár og þarf Woods ekki að tryggja sér sæti sæti í liðinu með því að vera í einu af 10 efstu sætunum á stigalistanum. Woods var einn af fjórum kylfingum sem valdir voru af fyrirliðanum Corey Pavin í bandaríska liðið sem keppti í Ryderkeppninni í Wales og voru margir sem gagnrýndu valið á Woods sem hafði ekki gert neitt af viti á atvinnumótum í marga mánuði. Couples hefur nú sett allt traust sitt á Woods . Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Tiger Woods verði einn af þeim 10 sem ná að tryggja sig inn í liðið með með góðum árangri á atvinnumótum á næstu mánuðum. Ef það gerist ekki þá mun það ekki skipta neinu máli því hann verðu í liðinu - sama hvað gengur á. Ég hika ekki við að segja frá þessari skoðun minni núna," sagði Couples í gær en hann er staddur í Ástralíu þar sem hann tekur þátt á atvinnumóti. „Tiger hefur eitt ár til þess að koma sér á þann stað þar sem ég tel að hann eigi að vera - í efsta sæti heimslistans. Couples hefur fengið körfuboltamanninn Michael Jordan í lið með sér og mun Jordan vera í hlutverki aðstoðarmanns Couples í Forsetabikarnum. Jay Haas verður einnig aðstoðarmaður Couples. „Mér hefur aldrei líkað þegar margir eru að segja mér fyrir verkum og því valdi ég aðeins tvo aðstoðarmenn. Ef það eru fjórir til fimm aðstoðarfyrirliðar líkt og í Ryderkeppninni getur ástandið verið ruglingslegt fyrir alla sem koma að liðinu. Of mikið af upplýsingum er ekki það sem við viljum. Um leið og keppnin hefst þá sjá kylfingarnir um sig sjálfir, þeir eru vanir því. Ef þeir þurfa samloku þá björgum við því og ef þeir þurfa handklæði þá sjáum við líka um það." Michael Jordan verður aðstoðarmaður Fred Couples í Forsetabikarnum á næsta ári. Couples segir að hann hafi lært mikið af því að fylgjast með bandaríska liðinu sem tapaði gegn því evrópska á Celtic Manor í Ryderkeppninni í október. „Ég naut þess að fylgjast með keppninni, og í hver einasta hola var eins og lokahola á síðasta degi á stórmóti. Það þarf ekki að segja leikmönnum hvað þeir eiga að gera og ég mun ekki gefa mikið af ráðleggingum fyrir keppnina eftir ár. Hvað ætti ég svo sem að segja við Jim Furyk, Stewart Cink, Phil Mickelson eða Tiger Woods sem þeir hafa ekki heyrt áður." Ástralinn Greg Norman verður fyrirliði Alþjóðlega úrvalsliðsins en evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir í Alþjóðlega liðið. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fékk óvænta jólagjöf frá Fred Couples fyrirliða úrvalsliðsins sem stýrir bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í nóvember á næsta ári gegn Alþjóðlega úrvalsliðinu. Eins og kunnugt er hefur Tiger Woods alls ekki náð sér á strik á golfvellinum sem má rekja til vandamála í einkalífi hans. Couples tilkynnti hinsvegar í gær að Tiger Woods yrði í bandaríska liðinu sem mætir til leiks á Royal Melbourne völlinn eftir tæplega eitt ár og þarf Woods ekki að tryggja sér sæti sæti í liðinu með því að vera í einu af 10 efstu sætunum á stigalistanum. Woods var einn af fjórum kylfingum sem valdir voru af fyrirliðanum Corey Pavin í bandaríska liðið sem keppti í Ryderkeppninni í Wales og voru margir sem gagnrýndu valið á Woods sem hafði ekki gert neitt af viti á atvinnumótum í marga mánuði. Couples hefur nú sett allt traust sitt á Woods . Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins í Forsetabikarnum. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Tiger Woods verði einn af þeim 10 sem ná að tryggja sig inn í liðið með með góðum árangri á atvinnumótum á næstu mánuðum. Ef það gerist ekki þá mun það ekki skipta neinu máli því hann verðu í liðinu - sama hvað gengur á. Ég hika ekki við að segja frá þessari skoðun minni núna," sagði Couples í gær en hann er staddur í Ástralíu þar sem hann tekur þátt á atvinnumóti. „Tiger hefur eitt ár til þess að koma sér á þann stað þar sem ég tel að hann eigi að vera - í efsta sæti heimslistans. Couples hefur fengið körfuboltamanninn Michael Jordan í lið með sér og mun Jordan vera í hlutverki aðstoðarmanns Couples í Forsetabikarnum. Jay Haas verður einnig aðstoðarmaður Couples. „Mér hefur aldrei líkað þegar margir eru að segja mér fyrir verkum og því valdi ég aðeins tvo aðstoðarmenn. Ef það eru fjórir til fimm aðstoðarfyrirliðar líkt og í Ryderkeppninni getur ástandið verið ruglingslegt fyrir alla sem koma að liðinu. Of mikið af upplýsingum er ekki það sem við viljum. Um leið og keppnin hefst þá sjá kylfingarnir um sig sjálfir, þeir eru vanir því. Ef þeir þurfa samloku þá björgum við því og ef þeir þurfa handklæði þá sjáum við líka um það." Michael Jordan verður aðstoðarmaður Fred Couples í Forsetabikarnum á næsta ári. Couples segir að hann hafi lært mikið af því að fylgjast með bandaríska liðinu sem tapaði gegn því evrópska á Celtic Manor í Ryderkeppninni í október. „Ég naut þess að fylgjast með keppninni, og í hver einasta hola var eins og lokahola á síðasta degi á stórmóti. Það þarf ekki að segja leikmönnum hvað þeir eiga að gera og ég mun ekki gefa mikið af ráðleggingum fyrir keppnina eftir ár. Hvað ætti ég svo sem að segja við Jim Furyk, Stewart Cink, Phil Mickelson eða Tiger Woods sem þeir hafa ekki heyrt áður." Ástralinn Greg Norman verður fyrirliði Alþjóðlega úrvalsliðsins en evrópskir kylfingar eru ekki gjaldgengir í Alþjóðlega liðið.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira