Stórafmæli Sniglabandsins 25. ágúst 2010 08:00 Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira