Lúkasjenkó sakaður um kosningasvindl 21. desember 2010 01:00 Við fangelsismúrana Ættingjar og vinir reyndu að fá fréttir af hinum handteknu í gær.nordicphotos/AFP Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“ Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Síðasti einræðisherra Evrópu tryggði sér völdin í Hvíta-Rússlandi fjórða kjörtímabilið í röð með kosningasigri, sem fáir telja þó marktækan. Sjö mótframbjóðendur forsetans voru handteknir ásamt hundruðum mótmælenda. „Lögleysa, einræði – hvað annað er hægt að kalla þetta,“ segir Natalia Pohodnja, móðir í Hvíta-Rússlandi, sem beið fyrir utan fangelsið í Minsk, þar sem sonur hennar var í haldi. „Það er verið að berja börnin okkar.“ Sonurinn hafði verið viðstaddur mótmæli sem stjórnarandstaðan efndi til að kvöldi kjördags í Minsk, þegar Alexander Lúkasjenkó forseti hafði tryggt sér völdin fjórða kjörtímabilið í röð. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælunum gegn kosningasvindli og voru hundruð þeirra handtekin, þar á meðal sjö þeirra sem buðu sig fram til forsetaembættisins gegn Lúkasjenkó. Anatólí Kúlesjov, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, segir að þeir sem skipulögðu þessar „fjöldatruflanir“ geti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Flytja þurfti einn mótframbjóðendanna, Vladimír Nekljajev, á sjúkrahús, en aðstoðarmaður hans segir að stuttu síðar hafi sjö borgaralega klæddir menn komið á sjúkrahúsið, vafið utan um hann teppi og flutt burt meðan eiginkona hans mótmælti hástöfum þessari meðferð. Alexander Lúkasjenkó Forseti Hvíta-Rússland heldur fast um stjórnartaumana.nordicphotos/AFP Opinber niðurstaða bráðabirgðatalningar atkvæða var sú að Lúkasjenkó hefði hlotið nær 80 prósent atkvæða. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, sagði hins vegar talningu atkvæða verulega ábótavant í helmingi kjördæma, þannig að kosningaúrslitin teldust vart marktæk. Stofnunin fylgdist með framkvæmd kosninganna. ÖSE fordæmdi sömuleiðis ofbeldi lögreglunnar þegar hún dreifði mannfjöldanum sem tók þátt í mótmælafundinum á sunnudagskvöld. Leiðtogar Bandaríkjanna og margra Evrópuríkja fordæmdu Lúkasjenkó einnig fyrir það ofbeldi sem mótframbjóðendur hans og stuðningsmenn þeirra urðu fyrir að kvöldi kjördags. Alexander Lúkasjenkó er 56 ára og hefur verið forseti Hvíta-Rússlands í sextán ár. Þetta er í þriðja sinn sem Lúkasjenkó efnir til forsetakosninga eftir að hann tók við völdum fyrir sextán árum. Í bæði fyrri skiptin hlaut hann vel yfir 80 prósent atkvæða og í bæði skiptin, rétt eins og nú, var hann harðlega gagnrýndur fyrir að hagræða úrslitunum sér í hag. „Með þessum kosningum tókst ekki að færa Hvíta-Rússlandi það nýja upphaf, sem þurft hefði,“ hafði fréttastofan AP eftir Tony Loyd, einum yfirmanna kosningaeftirlits ÖSE í Hvíta-Rússlandi. „Talningin var ógegnsæ. Íbúar Hvíta-Rússlands eiga betra skilið og ég reikna með því að nú geri stjórnin grein fyrir handtökum forsetaframbjóðenda, fréttamanna og baráttufólks fyrir mannréttindum.“
Fréttir Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna