Lífið

Ljúka tónleikaferð á Íslandi

defekt Hljómsveitin Defekt heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni.
defekt Hljómsveitin Defekt heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni.

Gítarleikarinn Sigurður Rögnvaldsson, sem er búsettur í Svíþjóð, heldur tvenna tónleika hér á landi annað kvöld og fimmtudagskvöld með hljómsveitinni Defekt. Tónleikarnir verða þeir síðustu í tónleikaferð sveitarinnar um Norðurlönd til að fylgja eftir plötunni Pete’s Game Machine. Tónlistinni má lýsa sem djassi með áhrifum frá rokki, poppi og brimbrettatónlist.

„Tónleikaferðinni hefur verið tekið mjög vel og það hefur verið frábær stemning á tónleikunum,“ segir Sigurður, en alls verða tónleikarnir þrettán talsins. Með honum í Defekt, sem var stofnuð í Gautaborg 2008, eru tveir Finnar og einn Norðmaður. Allir búa þeir í hver í sínu landinu.

„Við ákveðum vinnutímabilin með löngum fyrirvara og tökum þá kannski viku til að æfa. Það gerist mjög mikið á þessum tíma þegar við hittumst.“

Fyrri tónleikarnir verða á Rósenberg á miðvikudag en hinir seinni verða á Græna hattinum á Akureyri á fimmtudag. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er miðaverð 1.500 krónur. Nánari upplýsingar um hljómsveitina má finna á síðunum Defektmusic.com og Myspace.com/defektmusic. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×