Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða 7. janúar 2010 14:21 Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr.Fjallað er um málið í Politiken en fyrrgreindar tölur eru byggðar á úttekt viðskiptaráðs verkalýðshreyfingarinnar (AE) í Danmörku. Þær byggja á tölum um fjölda atvinnulausra og tölum um ört minnkandi nýráðningar á danska vinnumarkaðinum.Lars Andersen forstjóri AE segir að hingað til hafi dönskum stjórnvöldum mistekist að koma einkaneyslu landsins í gang að nýju í yfirstandandi kreppu.„Eins og fram kemur í úttekt okkar er mjög dýrkeypt fyrir verkalýðsfélög og hið opinbera ef maður gerir ekkert á meðan að atvinnuleysið rýkur upp," segir Andersen. „Benda má á að hið mikla atvinnuleysi er stærsti þátturinn í miklum hallarekstri á ríkissjóði í ár og á næsta ári."Sem stendur eru atvinnulausir í Danmörku tæplega 123.000 talsins eða um 4,4% af vinnuaflinu. Í úttekt AE er reiknað með að þessi fjöldi fari ört vaxandi á næstunni og nái tölunni 180.000 þegar kemur inn í árið 2011. Gangi það eftir verður kostnaðurinn fyrrgreindar 45 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira