Góð endurkoma hjá Beckham Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2010 09:30 David Beckham í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP David Beckham átti góða endurkomu í lið AC Milan sem vann 5-2 sigur á Genoa á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikur Beckham síðan hann kom til liðsins um áramótin á lánssamningi frá LA Galaxy í Bandaríkjunum. Hann var einnig hjá liðinu á sama tíma í fyrra af sömu ástæðu. Beckham spilaði hægra megin í þriggja manna sóknarlínu en vegna meiðsla Alexandre Pato og Clarence Seedorf spilaði hann framar á vellinum en hann á að venjast. „Svona er Beckham gerður. Hann er algerlega af vilja gerður og vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til," sagði knattspyrnustjórinn Leonardo eftir leikinn. „Við prófuðum hann í öllum mögulegum stöðum á vellinum í vikunni." Marco Boriello skoraði tvö mörk fyrir Milan í leiknum og þeir Thiago, Ronaldinho og Klaas-Jan Huntelaar eitt hver. Þeir tveir síðastnefndu skoruðu sín mörk úr vítum. Beckham var svo tekinn af velli á 76. mínútu í stöðunni 5-1. Heil umferð fór fram í ítölsku úrvalsdieldinni í gær en Inter er nú með átta stiga forystu á AC Milan á toppi deildarinnar. AC Milan á þó leik til góða. Úrslit gærdagsins: AC Milan - Genoa 5-2 Bari - Udinese 2-0 Cagliari - Roma 2-2 Sampdoria - Palermo 1-1 Siena - Fiorentina 1-5 Lazio - Livorno 4-1 Parma - Juventus 1-2 Atalanta - Napoli 0-2 Catania - Bologna 1-0 Chievo - Inter 0-1 Ítalski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sjá meira
David Beckham átti góða endurkomu í lið AC Milan sem vann 5-2 sigur á Genoa á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikur Beckham síðan hann kom til liðsins um áramótin á lánssamningi frá LA Galaxy í Bandaríkjunum. Hann var einnig hjá liðinu á sama tíma í fyrra af sömu ástæðu. Beckham spilaði hægra megin í þriggja manna sóknarlínu en vegna meiðsla Alexandre Pato og Clarence Seedorf spilaði hann framar á vellinum en hann á að venjast. „Svona er Beckham gerður. Hann er algerlega af vilja gerður og vill gera allt sem hann getur til að hjálpa til," sagði knattspyrnustjórinn Leonardo eftir leikinn. „Við prófuðum hann í öllum mögulegum stöðum á vellinum í vikunni." Marco Boriello skoraði tvö mörk fyrir Milan í leiknum og þeir Thiago, Ronaldinho og Klaas-Jan Huntelaar eitt hver. Þeir tveir síðastnefndu skoruðu sín mörk úr vítum. Beckham var svo tekinn af velli á 76. mínútu í stöðunni 5-1. Heil umferð fór fram í ítölsku úrvalsdieldinni í gær en Inter er nú með átta stiga forystu á AC Milan á toppi deildarinnar. AC Milan á þó leik til góða. Úrslit gærdagsins: AC Milan - Genoa 5-2 Bari - Udinese 2-0 Cagliari - Roma 2-2 Sampdoria - Palermo 1-1 Siena - Fiorentina 1-5 Lazio - Livorno 4-1 Parma - Juventus 1-2 Atalanta - Napoli 0-2 Catania - Bologna 1-0 Chievo - Inter 0-1
Ítalski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sjá meira