Þjóðvegi 1 lokað við Hvolsvöll 17. apríl 2010 12:06 „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos,“ segir í tilkynningu almannavarna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll og að austanverðu er lokað við Skóga. Fljótshlíðarvegur, númer 261, er lokaður austan við Smáratún. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að mikil umferð sé í nágrenni Hvolsvallar. „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos. Gos á þessum stað er mjög hættulegt og kallar á að mögulega þurfi að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Aukið álag á viðbragðsaðila vegna ferðamanna er því ekki æskilegt." Gosmökkurinn sést víða að og algjör óþarfi að fara alla leið á Hvolsvöll til að sjá hann. Það er lokað fyrir alla umferð við Hvolsvöll. Vegna möguleika á að gripið verði til skyndirýminga er þeim tilmælum beint til ferðamanna að virða þessar lokanir og vera alls ekki á ferð innan við þær.Mikið öskufall Mikið öskufall er undir Eyjafjöllum og að Vík. Öskufall er nú við Seljaland og skyggni lélegt þar. Ekkert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjabæ. Gosmökkurinn yfir jöklinum er mjög hár og sést víða að. Í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna eldgossins. Vaktir lækna hafa verið tvöfaldaðar á svæðinu og eru birgðir af lyfjum og grímum nægar.Hefur ekki áhrif á flug til Bandaríkjanna Nánast allt flug yfir Mið-, Norður- og Austur-Evrópu hefur legið niðri og samkvæmt öskudreifingarspá er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spár VAAC, Volcanic Ash Advisory Center, ná til miðnættis á morgun og ekki er gert ráð fyrir að svæðið breytist að ráði. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á möguleika til flugs til Bandaríkjanna. Innanlandsflug hefur gengið vel en ekki hefur verið flogið til Vestmannaeyja. Miðað við öskudreifingaspána ætti allt flug til Egilsstaða að vera með eðlilegum hætti í dag. Á www.flugstodir.is er hægt að fylgjast með áhrifum eldgossins á flugumferð. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Almannavarnir ítreka að Eyjafjallajökull og hlíðar hans utan jökuls eru bannsvæði. Vindátt þurfi lítið að breytast til að öskufall verði þar. Í öskufalli svo nálægt eldstöðinni og í hæð jökulsins sé, auk mikilla áhrifa af öskunni sjálfri, mikil hætta af eldingum. Almannavarnir vara sterklega við öllum ferðum á Mýrdalsjökul. Jafnframt er enn er í gildi bannsvæði um 1 km. í kringum eldri eldstöðina á Fimmvörðuhálsi. Öll umferð á þessu svæði er bönnuð bæði gangandi og akandi ferðamönnum. Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvolsvöll og að austanverðu er lokað við Skóga. Fljótshlíðarvegur, númer 261, er lokaður austan við Smáratún. Fram kemur í tilkynningu almannavarna að mikil umferð sé í nágrenni Hvolsvallar. „Ólíkt því sem var í tengslum við eldgosið á Fimmvörðuhálsi er eldgosið í Eyjafjallajökli alls ekki svokallað ferðamannagos. Gos á þessum stað er mjög hættulegt og kallar á að mögulega þurfi að grípa til ráðstafana með stuttum fyrirvara. Aukið álag á viðbragðsaðila vegna ferðamanna er því ekki æskilegt." Gosmökkurinn sést víða að og algjör óþarfi að fara alla leið á Hvolsvöll til að sjá hann. Það er lokað fyrir alla umferð við Hvolsvöll. Vegna möguleika á að gripið verði til skyndirýminga er þeim tilmælum beint til ferðamanna að virða þessar lokanir og vera alls ekki á ferð innan við þær.Mikið öskufall Mikið öskufall er undir Eyjafjöllum og að Vík. Öskufall er nú við Seljaland og skyggni lélegt þar. Ekkert öskufall hefur verið í Vestmannaeyjabæ. Gosmökkurinn yfir jöklinum er mjög hár og sést víða að. Í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli er starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna eldgossins. Vaktir lækna hafa verið tvöfaldaðar á svæðinu og eru birgðir af lyfjum og grímum nægar.Hefur ekki áhrif á flug til Bandaríkjanna Nánast allt flug yfir Mið-, Norður- og Austur-Evrópu hefur legið niðri og samkvæmt öskudreifingarspá er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spár VAAC, Volcanic Ash Advisory Center, ná til miðnættis á morgun og ekki er gert ráð fyrir að svæðið breytist að ráði. Eldgosið hefur ekki haft áhrif á möguleika til flugs til Bandaríkjanna. Innanlandsflug hefur gengið vel en ekki hefur verið flogið til Vestmannaeyja. Miðað við öskudreifingaspána ætti allt flug til Egilsstaða að vera með eðlilegum hætti í dag. Á www.flugstodir.is er hægt að fylgjast með áhrifum eldgossins á flugumferð.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira