Skoðanir úr skólum Örn Bárður Jónsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Í grein sinni Trúboð úr skólum, reynir Vantrúarmaðurinn Reynir Harðarson ítrekað að gera samstarf kirkju og skóla í borginni tortryggilegt með því að hagræða sannleikanum. Þessi ákafi trúmaður virðist vilja koma allri umræðu um trú og lífsskoðanir út úr skólum borgarinnar og væntanlega landsins alls. Máli sínu til stuðnings segir hann m.a.: „En Örn Bárður sér ekkert að því að Gídeon-menn mæti í tíma hjá 10 ára börnum, gefi þeim Nýja-testamentið og leiði þau í bæn." Hér gerir hann mér upp skoðanir. Ég hef hvergi talað um að Gídeon-menn fari með bænir í skólum en ég hef hins vegar talað fyrir því að þeir gefi börnum NT. Þá snuprar hann mig fyrir það að mér finnist í lagi að börn sem ekki séu kristin geri eitthvað annað á meðan hin eru frædd um kristna trú, sið og menningu. Reynir kallar þau „óhreinu börnin" en það eru hans orð en ekki mín. Reynir segir: „Ef börn eru leidd til messu á vegum skólans er skólinn að fara út fyrir hlutverk sitt og grípa inn í trúarlegt uppeldi foreldranna." Í áliti Dóru Guðmundsdóttur, Cand. Jur, LL.M frá 13. október 2010 sem unnið var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið um trúarbragðafræðslu í leik- og grunnskólum í ljósi 2. gr. 1. samningsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu kemur fram að slíkt sé sjálfsagt. Í álitinu segir m.a.: „Einnig að heimilt [sé] að fjalla um og kynna nemendum þá trú sem er þjóðtrú í viðkomandi ríki; jafnvel þannig að meiri fræðsla fari fram í þeim trúarbrögðum en öðrum, og á það jafnt við um kynningu á sögu, kenningum og helgihaldi. Þá er ekkert sem bannar að nemendur fari í heimsókn á staði þar sem trúariðkun fer fram ..." @Megin-Ol Idag 8,3p :Í ljósi málflutnings trúmanna í Vantrú og Siðmennt sem eiga börn í skólum, spyr ég, hvort yfirvöld þurfi ekki að sjá til þess að slíkt fólk haldi börnum sínum ekki í skoðana-gettói og meini þeim að kynnast viðhorfum annarra? Í þessu sambandi vísa ég til nöturlegrar reynslu ungrar konu sem var Vottur Jehóva og sagði sögu sína á prenti í Fréttatímanum 5. nóv. sl. Eru það ekki mannréttindi barna sem ekki játa kristna trú að fá að kynnast þeirri trú á sama hátt og það teljast mannréttindi og reyndar líka skylda kristinna manna að kynnast öðrum viðhorfum, trú og siðum? Ég tel að börn sem ekki tilheyra kristninni hafi ekkert slæmt af því að eiga NT og mín barnabörn mega gjarnan eignast Kóraninn eða önnur trúarrit. Ef kynna á börnum helgihald kristinna manna þá á að fara með þau í venjulega messu þar sem þau heyra það sem kristnir menn trúa. Það er svo foreldranna að vinna úr því sem fyrir augu og eyru bar. Drómaduld, lokunarlosti og haftahugnun Reynis og hans skoðanabræðra er mér ekki að skapi. Ég vil opið þjóðfélag þar sem fólk kynnist ólíkum siðum og menningu og ræðir þær af sanngirni og virðingu. Þannig verður þjóðfélagið heilbrigt. Að ríkið haldi úti einu trúfélagi, eins og Reynir heldur fram, og kosti til þess gríðarlegum fjármunum, er gömul lyga- og áróðurstugga. Kirkjan er ekki á framfæri ríkisins. Hún á fyrir öllum þessum kostnaði en svo vill til að ríkið hefur nær allar eigur hennar í sínum höndum. Þetta sagði ég Reyni þegar fundum okkar bar saman nýlega. Hann þekkir því sannleikann í þessu máli. Að hamra á lyginni gerir hana ekki að sannleika. Varðandi skráningu barna í trúfélag móður þá senda prestar mánaðarlega skýrslur um skírð börn í sínu prestakalli til Þjóðskrár. Ef foreldrar velja barni sínu aðild að kirkjunni þá eru börnin þar svo lengi sem þau segja sig ekki úr henni en það geta þau auðvitað gert þegar þau verða sjálfráða. Svo skilur Reynir ekkert í „kirkjunnar mönnum" að þeir haldi málstað kristninnar á lofti „einmitt þegar trúverðugleiki þeirra er eflaust í sögulegu lágmarki". Hann blandar inn í umræðuna réttindum samkynhneigðra sem íslenska þjóðkirkjan heldur í heiðri og er þar í fremstu röð kirkna í heiminum enda þótt hún hafi tekið sér góðan tíma til að ná þeirri niðurstöðu. Heilbrigð kirkja lifir ekki í ótta. „Kirkja vor Guðs er gamalt hús, Guðs mun þó bygging ei hrynja" segir í sálmi einum. Kirkjan mun ávallt leitast við að standa á sannleikanum og hún mun alltaf lifa því hann sem er „vegurinn, sannleikurinn og lífið" er með henni í verki. Hann er sigurvegarinn og mun að lokum sigra vélráð og vonsku heimsins, vonleysi og vantrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni Trúboð úr skólum, reynir Vantrúarmaðurinn Reynir Harðarson ítrekað að gera samstarf kirkju og skóla í borginni tortryggilegt með því að hagræða sannleikanum. Þessi ákafi trúmaður virðist vilja koma allri umræðu um trú og lífsskoðanir út úr skólum borgarinnar og væntanlega landsins alls. Máli sínu til stuðnings segir hann m.a.: „En Örn Bárður sér ekkert að því að Gídeon-menn mæti í tíma hjá 10 ára börnum, gefi þeim Nýja-testamentið og leiði þau í bæn." Hér gerir hann mér upp skoðanir. Ég hef hvergi talað um að Gídeon-menn fari með bænir í skólum en ég hef hins vegar talað fyrir því að þeir gefi börnum NT. Þá snuprar hann mig fyrir það að mér finnist í lagi að börn sem ekki séu kristin geri eitthvað annað á meðan hin eru frædd um kristna trú, sið og menningu. Reynir kallar þau „óhreinu börnin" en það eru hans orð en ekki mín. Reynir segir: „Ef börn eru leidd til messu á vegum skólans er skólinn að fara út fyrir hlutverk sitt og grípa inn í trúarlegt uppeldi foreldranna." Í áliti Dóru Guðmundsdóttur, Cand. Jur, LL.M frá 13. október 2010 sem unnið var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið um trúarbragðafræðslu í leik- og grunnskólum í ljósi 2. gr. 1. samningsviðauka Mannréttindasáttmála Evrópu kemur fram að slíkt sé sjálfsagt. Í álitinu segir m.a.: „Einnig að heimilt [sé] að fjalla um og kynna nemendum þá trú sem er þjóðtrú í viðkomandi ríki; jafnvel þannig að meiri fræðsla fari fram í þeim trúarbrögðum en öðrum, og á það jafnt við um kynningu á sögu, kenningum og helgihaldi. Þá er ekkert sem bannar að nemendur fari í heimsókn á staði þar sem trúariðkun fer fram ..." @Megin-Ol Idag 8,3p :Í ljósi málflutnings trúmanna í Vantrú og Siðmennt sem eiga börn í skólum, spyr ég, hvort yfirvöld þurfi ekki að sjá til þess að slíkt fólk haldi börnum sínum ekki í skoðana-gettói og meini þeim að kynnast viðhorfum annarra? Í þessu sambandi vísa ég til nöturlegrar reynslu ungrar konu sem var Vottur Jehóva og sagði sögu sína á prenti í Fréttatímanum 5. nóv. sl. Eru það ekki mannréttindi barna sem ekki játa kristna trú að fá að kynnast þeirri trú á sama hátt og það teljast mannréttindi og reyndar líka skylda kristinna manna að kynnast öðrum viðhorfum, trú og siðum? Ég tel að börn sem ekki tilheyra kristninni hafi ekkert slæmt af því að eiga NT og mín barnabörn mega gjarnan eignast Kóraninn eða önnur trúarrit. Ef kynna á börnum helgihald kristinna manna þá á að fara með þau í venjulega messu þar sem þau heyra það sem kristnir menn trúa. Það er svo foreldranna að vinna úr því sem fyrir augu og eyru bar. Drómaduld, lokunarlosti og haftahugnun Reynis og hans skoðanabræðra er mér ekki að skapi. Ég vil opið þjóðfélag þar sem fólk kynnist ólíkum siðum og menningu og ræðir þær af sanngirni og virðingu. Þannig verður þjóðfélagið heilbrigt. Að ríkið haldi úti einu trúfélagi, eins og Reynir heldur fram, og kosti til þess gríðarlegum fjármunum, er gömul lyga- og áróðurstugga. Kirkjan er ekki á framfæri ríkisins. Hún á fyrir öllum þessum kostnaði en svo vill til að ríkið hefur nær allar eigur hennar í sínum höndum. Þetta sagði ég Reyni þegar fundum okkar bar saman nýlega. Hann þekkir því sannleikann í þessu máli. Að hamra á lyginni gerir hana ekki að sannleika. Varðandi skráningu barna í trúfélag móður þá senda prestar mánaðarlega skýrslur um skírð börn í sínu prestakalli til Þjóðskrár. Ef foreldrar velja barni sínu aðild að kirkjunni þá eru börnin þar svo lengi sem þau segja sig ekki úr henni en það geta þau auðvitað gert þegar þau verða sjálfráða. Svo skilur Reynir ekkert í „kirkjunnar mönnum" að þeir haldi málstað kristninnar á lofti „einmitt þegar trúverðugleiki þeirra er eflaust í sögulegu lágmarki". Hann blandar inn í umræðuna réttindum samkynhneigðra sem íslenska þjóðkirkjan heldur í heiðri og er þar í fremstu röð kirkna í heiminum enda þótt hún hafi tekið sér góðan tíma til að ná þeirri niðurstöðu. Heilbrigð kirkja lifir ekki í ótta. „Kirkja vor Guðs er gamalt hús, Guðs mun þó bygging ei hrynja" segir í sálmi einum. Kirkjan mun ávallt leitast við að standa á sannleikanum og hún mun alltaf lifa því hann sem er „vegurinn, sannleikurinn og lífið" er með henni í verki. Hann er sigurvegarinn og mun að lokum sigra vélráð og vonsku heimsins, vonleysi og vantrú.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun