Í Evrópu og víðar eru milljónir strandaglópa vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Um 20 lönd lokuðu fyrir alla flugumferð nú um helgina og sum þeirra hafa framlengt bannið fram á morgundaginn, að sögn BBC, meðal annars Belgía, Búlgaría, Tékkland, Danmörk, Finnland, Lettland, Lúxemborg, Bretland og Slóvakía. Askan hefur því nú valdið meiri röskun á flugi en hryðjuverkaárásirnar ellefta september.
Hollenska flugfélagið KLM sendi eina af Boeing 737 vélum sínum í reynsluflug og að sögn talsmanna félagsins lenti vélin ekki í neinum vandræðum. Verið er að skoða vélina og kanna hvort hún varð fyrir einhverjum skemmdum.
17 þúsund flugferðum var aflýst í Evrópu í gær af þeim 22 þúsund sem alla jafna eru í slíkum laugardegi, og flestar flugferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna voru einnig felldar niður. Áætlað er að flugfélög tapi um 130 milljónum punda á degi hverjum á dag vegna þessa.
Milljónir strandaglópa
