Vettel grét af gleði í endamarkinu 14. nóvember 2010 20:47 Sebastian Vettel fagnar liðsfélögum sínum í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Vettel vann fimm sigra á þessu ári og stóðst Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Mark Webber og Jenson Button snúning í mótum ársins, en lengst af voru fimmenningarnir í titilbaráttu. Vettel var í þriðja sæti í stigamótinu fyrir keppnina, en landaði titli með sigri. Alonso þurfti fjórða sætið á eftir Vettel, en varð aðeins sjöundi. "Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá mér og okkur öllum, en ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mótið í dag til að verða meistari og bíllinn var magnaður", sagði Vettel eftir keppnina. "Síðustu 10 hringina var ég að spá í hvað væri í gangi. Tæknimaður minn reyndi að færa mér upplýsingar um stöðuna og gæta þess að ég kæmi bílnum í endamark. Ég var farinn að spá í afhverju hann virtist svona taugatrekktur. Svo sagði hann í rólegheitum þegar ég var kominn í endamark að þetta liti vel út. Ég var að spá í hvað hann væri að meina. Vissi ekkert um stöðuna. Svo öskraði hann á mig að ég væri meistari...", sagði Vettel hrærður. "Við erum með öflugan hóp manna sem hafa náð þessum árangri og stutt með ráð og dáð frá upphafi hjá Red Bull. Tímabilið hefur gengið upp og niður, en að koma hérna og ná þessu marki er ótrúlegt. Ég vil bara þakka fyrir mig og líka þakka þeim sem studdu ferill minn á yngri árum", sagði Vettel.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira