Joly skammar Norðmenn fyrir lítinn stuðning við Ísland 15. janúar 2010 10:45 Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, skammar Norðmenn í blaðagrein í dag fyrir að styðja ekki við bakið á Íslendingum í Icesave deilunni. Joly segir að Norðmenn beri sögulegar skyldur gagnvart Íslendingum og eigi að uppfylla þær.Í grein sinn, sem birt er í Morgenbladet, fer Joly í grófum dráttum yfir Icesave deiluna og þá þróun sem orðið hefur í málinu á allra síðustu vikum. „Ég hef við fleiri tækifæri undirstrikað að kröfur og aðferðir Breta og Hollendinga í málinu eru yfirdrifnar og ólöglegar," segir Joly og bætir því við að engin þjóð afsali sér 50% af landsframleiðslu sinni af fúsum og frjálsum vilja þegar afleiðingar eru skuldsetning til fleiri áratuga.„Það ætti að vera óhugsandi að ná þessari stöðu fram með þrýstingi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða með notkun á hryðjuverkalögum," segir Joly.Joly segir að Íslendingar beri hluta af ábyrgðinni í málinu. „Íslendingar neita ekki að taka á sig ábyrgðina en óska þess að gera það á skilmálum sem komi þjóðinni ekki á hnéin," segir Joly.Fram kemur í greininni að í ljósi alls þessa sé afstaða Norðmanna til Íslands óskiljanleg. Og afstaðan sé mistök bæði landfræðilega og pólitískt. Ísland sé í lykilstöðu á Norðurslóðum þar sem það ráði yfir miklu hafsvæði og náttúruauðlindum. Landið sé því mikilvægur félagi fyrir Norðmenn.„Við skulum lána Íslandi án skilyrða," er lokasetningin í grein Evu Joly.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira