Jólafríið fyrir jól Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. desember 2010 04:00 Jólin koma eftir átján daga. Aðfangadag ber upp á föstudag þetta árið svo þau verða stutt, ekki nema rétt helgin. Einhverjir hafa haft orð á því að allt umstangið í aðdraganda jólanna fari hálfpartinn fyrir lítið, þetta verði ekki neitt neitt. Við verðum komin í vinnuna áður en við vitum af og hversdagurinn hellist yfir á ný. Jólastress er ástand sem við þekkjum öll á aðventunni. Hreingerningar, bakstur og hlaup eftir gjöfum búð úr búð yfirtaka líf okkar svo okkur duga ekki klukkutímarnir í sólahringnum til. Blóðþrýstingurinn er í hámarki alveg fram á síðustu mínútur áður en klukkan slær sex og jólin klingja inn. Þetta er auðvitað ekkert vit og á hverju ári hrisstum við hausinn yfir hamaganginum og ætlum okkur að taka því rólegar næst. Munum svo ekkert eftir því þegar við æðum milli sömu búða með öndina í hálsinum á næstu aðventu. Það sem hefur þó bjargað okkur frá því að fá hreinlega taugaáfall eftir lætin er að á slaginu sex dettur allt í dúnalogn. Helgi jólanna læðist inn í hjörtu okkar, við setjumst til borðs með fjölskyldu og vinum og slökum á. Næstu dagar á eftir hafa farið í lestur bóka, smákökuát og rólegheit. Einhverjir sofa fram yfir hádegi og tíminn stendur kyrr. Við eigum ekkert erindi út, nema kannski í stöku jólaheimsókn. Við erum í jólafríi. Þessi jólin verður því þó ekki að heilsa. Það er varla að við munum ná blóðþrýstingnum niður fyrir hættumörk áður en mánudagurinn skellur á og við mætum aftur í vinnustressið. Þá eru fjórir og hálfur vinnudagur til áramótanna sem eru jafnstutt í annan endann. Að ég tali nú ekki um þá fjölmörgu sem þurfa að vinna á jólum og áramótum. Auðvitað gætum við tekið okkur á orðinu frá því í fyrra og tekið því rólega þessa aðventuna. Reynt að njóta eftirmiðdaganna heima í faðmi fjölskyldunnar við jólaföndur og kertaljós í stað þess að æða um loft og veggi með þvegil fram á nótt. Það er þó hægara sagt en gert, eins og við höfum rekið okkur á. Kannski ættum við þó að reyna enn betur þessa aðventuna, einmitt vegna þess hversu jóafríið verður stutt. Jólin koma jú hvort sem þvegillinn hefur verið á ferðinni eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Jólin koma eftir átján daga. Aðfangadag ber upp á föstudag þetta árið svo þau verða stutt, ekki nema rétt helgin. Einhverjir hafa haft orð á því að allt umstangið í aðdraganda jólanna fari hálfpartinn fyrir lítið, þetta verði ekki neitt neitt. Við verðum komin í vinnuna áður en við vitum af og hversdagurinn hellist yfir á ný. Jólastress er ástand sem við þekkjum öll á aðventunni. Hreingerningar, bakstur og hlaup eftir gjöfum búð úr búð yfirtaka líf okkar svo okkur duga ekki klukkutímarnir í sólahringnum til. Blóðþrýstingurinn er í hámarki alveg fram á síðustu mínútur áður en klukkan slær sex og jólin klingja inn. Þetta er auðvitað ekkert vit og á hverju ári hrisstum við hausinn yfir hamaganginum og ætlum okkur að taka því rólegar næst. Munum svo ekkert eftir því þegar við æðum milli sömu búða með öndina í hálsinum á næstu aðventu. Það sem hefur þó bjargað okkur frá því að fá hreinlega taugaáfall eftir lætin er að á slaginu sex dettur allt í dúnalogn. Helgi jólanna læðist inn í hjörtu okkar, við setjumst til borðs með fjölskyldu og vinum og slökum á. Næstu dagar á eftir hafa farið í lestur bóka, smákökuát og rólegheit. Einhverjir sofa fram yfir hádegi og tíminn stendur kyrr. Við eigum ekkert erindi út, nema kannski í stöku jólaheimsókn. Við erum í jólafríi. Þessi jólin verður því þó ekki að heilsa. Það er varla að við munum ná blóðþrýstingnum niður fyrir hættumörk áður en mánudagurinn skellur á og við mætum aftur í vinnustressið. Þá eru fjórir og hálfur vinnudagur til áramótanna sem eru jafnstutt í annan endann. Að ég tali nú ekki um þá fjölmörgu sem þurfa að vinna á jólum og áramótum. Auðvitað gætum við tekið okkur á orðinu frá því í fyrra og tekið því rólega þessa aðventuna. Reynt að njóta eftirmiðdaganna heima í faðmi fjölskyldunnar við jólaföndur og kertaljós í stað þess að æða um loft og veggi með þvegil fram á nótt. Það er þó hægara sagt en gert, eins og við höfum rekið okkur á. Kannski ættum við þó að reyna enn betur þessa aðventuna, einmitt vegna þess hversu jóafríið verður stutt. Jólin koma jú hvort sem þvegillinn hefur verið á ferðinni eða ekki.