Komið að þjóðinni Pétur Gunnarsson skrifar 10. september 2010 06:00 Deilur um stjórnkerfi fiskveiða hafa verið rauður þráður í þjóðmálaumræðu síðustu þrjátíu ár. Í lok áttunda áratugarins þótti nauðsynlegt að takmarka veiðar sem fram að því höfðu verið frjálsar. Fiskiskipastóllinn var orðinn of stór og það gekk á höfuðstól auðlindarinnar. Kvótakerfið hefur frá fyrsta degi fyrst og fremst varið hagsmuni þeirra sem stunduðu útgerð síðustu árin áður en kerfinu var komið á. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegu kvótakerfi. Þær veigamestu hafa fest í sessi sérhagsmunina sem hampað var í upphafi. Fyrst var leyft að framselja kvótann og síðan einnig að veðsetja hann. Fámennur hópur hefur auðgast gríðarlega á kerfinu. Sá hópur hefur alla tíð varið forréttindi sín og sérhagsmuni með ærnum tilkostnaði og haldið úti öflugum samtökum í því skyni. Fyrir fáum árum tók Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið til umfjöllunar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að upphaflegt markmið með kvótakerfinu hefði verið réttmætt en útfærslan hafi stangast á við jafnræðisreglu mannréttindasáttmála SÞ. Mannréttindanefndin tók undir röksemdir gagnrýnenda kvótakerfisins. Í gegnum árin hafa fjölmargar nefndir fengið það verkefni að ná sátt um breytt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi. Nýjasta nefndin skilaði niðurstöðu á dögunum. Verkefni hennar var „að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar og leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili." Nefndin virðist á einu máli um niðurstöðu sem virðist fólgin í því að gefa einmitt upp á bátinn hugmyndir ríkisstjórnarflokkanna um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili. Líklega hefði hver maður átt að geta sagt sér strax að nefnd með aðild þeirra sterku sérhagsmunaafla sem byggja tilvist sína á því að viðhalda óbreyttu kerfi og forréttindum sinna félagsmanna mundi aldrei ná sátt um neitt annað en einmitt það að leggja til hliðar hugmyndir um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda. Þegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan um síðustu mánaðamót áréttuðu forsætisráðherra og fjármálaráðherra þau áform sem lágu að baki þegar nefndin margnefnda var skipuð. Áformin eru þau að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og tryggja að sett verði ákvæði um sameign á auðlindum í stjórnarskrá. Þessi yfirlýsing varð skilin þannig að nema hið ótrúlega gerðist og viðunandi sátt næðist í nefndinni ætlaði ríkisstjórnin sér að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Og nú, þegar niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, blasir við að næst á dagskrá er einmitt það að ríkisstjórnin fari að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Sú sátt sem nefnd ríkisstjórnarinnar náði við sérhagsmunahópana mun ekki nægja til þess að ná sátt við þjóðina og setja niður þrjátíu ára deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið. Niðurstaðan ætti hins vegar að geta orðið grundvöllur að sátt um það að nóg er komið af nefndarstarfi um grundvöll fiskveiðastjórnunarkerfisins. Það er tími til kominn að vísa þessu deilumáli til stjórnlagaþings og þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Gunnarsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Deilur um stjórnkerfi fiskveiða hafa verið rauður þráður í þjóðmálaumræðu síðustu þrjátíu ár. Í lok áttunda áratugarins þótti nauðsynlegt að takmarka veiðar sem fram að því höfðu verið frjálsar. Fiskiskipastóllinn var orðinn of stór og það gekk á höfuðstól auðlindarinnar. Kvótakerfið hefur frá fyrsta degi fyrst og fremst varið hagsmuni þeirra sem stunduðu útgerð síðustu árin áður en kerfinu var komið á. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á upphaflegu kvótakerfi. Þær veigamestu hafa fest í sessi sérhagsmunina sem hampað var í upphafi. Fyrst var leyft að framselja kvótann og síðan einnig að veðsetja hann. Fámennur hópur hefur auðgast gríðarlega á kerfinu. Sá hópur hefur alla tíð varið forréttindi sín og sérhagsmuni með ærnum tilkostnaði og haldið úti öflugum samtökum í því skyni. Fyrir fáum árum tók Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið til umfjöllunar. Niðurstaða nefndarinnar var sú að upphaflegt markmið með kvótakerfinu hefði verið réttmætt en útfærslan hafi stangast á við jafnræðisreglu mannréttindasáttmála SÞ. Mannréttindanefndin tók undir röksemdir gagnrýnenda kvótakerfisins. Í gegnum árin hafa fjölmargar nefndir fengið það verkefni að ná sátt um breytt og réttlátt fiskveiðistjórnunarkerfi. Nýjasta nefndin skilaði niðurstöðu á dögunum. Verkefni hennar var „að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlinda sjávar og leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili." Nefndin virðist á einu máli um niðurstöðu sem virðist fólgin í því að gefa einmitt upp á bátinn hugmyndir ríkisstjórnarflokkanna um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á tuttugu ára tímabili. Líklega hefði hver maður átt að geta sagt sér strax að nefnd með aðild þeirra sterku sérhagsmunaafla sem byggja tilvist sína á því að viðhalda óbreyttu kerfi og forréttindum sinna félagsmanna mundi aldrei ná sátt um neitt annað en einmitt það að leggja til hliðar hugmyndir um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda. Þegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan um síðustu mánaðamót áréttuðu forsætisráðherra og fjármálaráðherra þau áform sem lágu að baki þegar nefndin margnefnda var skipuð. Áformin eru þau að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og tryggja að sett verði ákvæði um sameign á auðlindum í stjórnarskrá. Þessi yfirlýsing varð skilin þannig að nema hið ótrúlega gerðist og viðunandi sátt næðist í nefndinni ætlaði ríkisstjórnin sér að hefja undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Og nú, þegar niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, blasir við að næst á dagskrá er einmitt það að ríkisstjórnin fari að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið. Sú sátt sem nefnd ríkisstjórnarinnar náði við sérhagsmunahópana mun ekki nægja til þess að ná sátt við þjóðina og setja niður þrjátíu ára deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið. Niðurstaðan ætti hins vegar að geta orðið grundvöllur að sátt um það að nóg er komið af nefndarstarfi um grundvöll fiskveiðastjórnunarkerfisins. Það er tími til kominn að vísa þessu deilumáli til stjórnlagaþings og þjóðarinnar.
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun