Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 18:00 Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun