Webber fyrstur í stormasamri tímatöku 3. apríl 2010 09:59 Mark Webber ók vel á Sepang brautinni og náði besta tíma á lokaæfingum og í tímatökunni. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Stórlaxar féllu úr leik í vætunni þegar þeir fóru of seint inn á brautina í fyrstu umferð tímatökunnar, en þeir Jenson Button og Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso og Felipe Massa Ferrari urðu allir að draga sig í hlé í fyrstu umferð af þremur. Þeir ræsa með öftustu mönnum. Button sneri bíl sínum útaf í fyrstu umferð og fékk ekki að halda áfram í aðra umferð og er sautjándi á ráslínu. Í 19.-21. sæti eru Alonso, Hamilton og Massa. Í lokaumferðinni voru nöfn sem hafa ekkerst sést þar á árinu og þurfti að stoppa umferðina um tíma vegna vatnsausturs og eldingar sáumst á himni. Þegar keppendur lögðu af stað á ný, þá tók Webber þá áhættu að vera á öðrum regndekkjum en keppinautarnir, sem voru gerð fyrir minni vatnsaustur. Það herbragð heppnaðist fullkomlega, en var mjög áhættusamt í stöðunni. Webber reyndist 1.3 sekúndum fljótari en Nico Rosberg, sem sagðist sjálfur næstum hafa valið sömu afbrigði af dekkjum og Webber. Én Webber nýtti sér að þurrari lína myndaðist á köflum í brautinni, en val hans gat brugðið til beggja vona. Williams liðið kom báðum ökumönnum sínum, þeim Rubens Barrichello og Nico Hulkenberg meðal tíu fremstu, en athyglisverður er líka árangur Adrian Sutil á Force India sem varð fjórði og Antioni Liuzzi félagi hans varð tíundi. Michael Schumacher varð áttundi í tímatökunni Rásröð efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 2. Nico Rosberg, Mercedes 3. Sebastian Vettel, Red Bull 4. Adrian Sutil, Force India 5. Nico Hulkenberg, Williams 6. Robert Kubica, Renault 7. Rubens Barrichello, Williams 8. Michael Schumacher, Mercedes 9. Kamui Kobayashi, Sauber Ferrari 10.Antonio Liuzzi, Force India
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira