Hamilton: Mun berjast af meiri hörku 17. september 2010 11:26 Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni og tapaði af dýrmætum stigum í titilslagnum, þar sem fjórir aðrir ökumenn keppa við hann um titilinn. Mark Webber náði forystunni af Hamilton í stigamótinu, en Fernando Alonso er þriðji, Jenson Button og Sebastian Vettel. "Mér líður eins og ég hafi brugðist liðinu, þannig að ég mun berjast af enn meiri hörku það sem eftir lifir tímabilsins", sagði Lewis Hamilton í frétt á autosport.com, en ummælin eru tekin af vefsíðu hans. "Ég hef tvisvar fallið úr leik og náð einum sigri í síðustu þremur mótum. Það er ekki svo slæmt, en ég hef tapað stigum á keppinauta mína í titilsókninni. Þessi úrslit eru ekki nógu góð til að færa mér titilinn." Hamilton segir að hann verði að taka hvert mót fyrir sig og hann verði að ljúka þeim fimmt mótum sem eftir eru. "Ég mæti í Singapúr til að sigra. Ég hef áður lent í erfiðleikum á ferlinum og maður þarf að læra af slíkum aðstæðum. Maður tekur upplýsingarnar og nýtir reynsluna og lítur fram veginn." "Ég fór á fætur á mánudaginn með hugann við næsta mót, að bæta bílinn og þokast nær titilinum. Það er ekki hægt að dvelja í neikvæðni. Við erum enn í góðri stöðu og þurfum að nýta hana", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 187 2 Lewis Hamilton 182 3 Fernando Alonso 166 4 Jenson Button 165 5 Sebastian Vettel 163
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira