Það var stórleikur í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Selfoss tók á móti Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í N1-deildinni.
Selfoss vann 27-24, tryggði sér sigurinn í 1. deild og er því komið upp. Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir Aftureldingu sem fer í umspil fjögurra lið um laust sæti í úrvalsdeild.